0

Hvenær byrjar UFC 225?

UFC 225 fer fram í Chicago í Bandaríkjunum í kvöld. 13 bardagar eru á dagskrá í kvöld og er bardagakvöldið eitt það besta á árinu hingað til. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá og hvenær bardagarnir byrja.

Upphaflega áttu tveir titilbardagar að vera á dagskrá í kvöld en þar sem Yoel Romero var of þungur í vigtuninni í gær verður aðeins einn titilbardaga í kvöld. Romero og Robert Whittaker mætast engu að síður í aðalbardaga kvöldsins en sama hvernig fer mun Whittaker áfram vera meistari. Colby Covington mætir svo Rafael dos Anjos í næstsíðasta bardaga kvöldsins þar sem bráðabirgðarbelti verður í boði.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:15 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2)

Hentivigt (185,2 pund): Robert Whittaker gegn Yoel Romero
Veltivigt: Rafael dos Anjos gegn Colby Covington
Fjaðurvigt kvenna: Holly Holm gegn Megan Anderson
Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Tai Tuivasa
Veltivigt: CM Punk gegn Mike Jackson

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Curtis Blaydes
Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha gegn Carla Esparza
Fjaðurvigt: Ricardo Lamas gegn Mirsad Bektić
Þungavigt: Rashad Coulter gegn Chris de la Rocha

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:15)

Léttþungavigt: Rashad Evans gegn Anthony Smith
Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Sergio Pettis
Léttvigt: Clay Guida gegn Charles Oliveira
Fjaðurvigt: Mike Santiago gegn Dan Ige

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.