Þar sem UFC veislan hefst í kvöld ætla pennar MMA Frétta að spá í spilin fyrir helstu bardaga helgarinnar. Í kvöld verður barist um léttvigtartitilinn og teljum við að meistarinn haldi belti sínu í kvöld.
Titilbardagi í léttvigt: Rafael dos Anjos gegn Eddie Alvarez
Pétur Marinó Jónsson: Ég er mikill Alvarez maður en því miður sé ég ekki hvernig hann á að vinna dos Anjos. Mér finnst hann ekki hafa wrestlingið til að halda honum niðri og RDA er með geggjaða pressu sem erfitt er að komast undan. Það mun pottþétt gerast eitthvað óvænt í þessum titilbardögum í vikunni og kannski mun Alvarez rota RDA í 1. lotu. Það er ekkert ómögulegt. Alvarez mun eiga sína spretti í bardaganum en þetta verður sigur fyrir RDA eftir dómaraákvörðun.
Óskar Örn Árnason: Ég held að RDA hafa fleiri leiðir til sigurs. Ætli Alvarez að vinna verður hann að beita glímunni líkt og Khabib Nurmagomedov gerði gegn dos Anjos. Ég sé hann bara ekki geta það. Alvarez sparkar framfót Alvarez í drasl og klárar hann með höggum í þriðju lotu.
Brynjar Hafsteins: Þessi bardagi snýst um pressuna sem RDA setur á menn og það er spurning hvernig Alvarez tekur við henni, ef hann nær að búa til vinkla eða nær að halda bardaganum í miðjunni á átthyrningnum þá gæti þetta verið hressandi bardagi en held að RDA sé slæmur andstæðingur fyrir Alvarez. RDA á dómaraúrskurði.
Rafael dos Anjos: Pétur, Óskar, Brynjar.
Eddie Alvarez: …
Þungavigt: Roy Nelson gegn Derrick Lewis
Pétur Marinó Jónsson: Derrick Lewis er mjög skemmtilegur gæji og Roy Nelson getur verið það líka. Ég held að einhver verði rotaður í kvöld og giska á að það verði Derrick Lewis. Roy Nelson hleður í rothögg með hægri upphöggi í 2. lotu.
Óskar Örn Árnason: Þetta verður áhugavert próf fyrir The Black Beast og ætti að segja okkur hvort hann sé klár í þá bestu í þungavigt. Nelson er orðinn gatekeeper en hefur alltaf þetta högg. Annað hvort verður þetta rothögg eða báðir þreytast eftir fyrstu lotu og þetta endar í stigum. Höfum þetta skemmtilegt, segjum að Lewis jarði Big Country í fyrstu lotu.
Brynjar Hafsteins: Ég vona að við fáum að sjá nýja menn i þungavigtinni. Cain er ennþá einn af topp mönnunum þó hann sé ekki búin að berjast neitt seinustu ár. Nelson er samt of stór biti fyrir Lewis. Rothögg í 1. lotu. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Roy Nelson: Pétur, Brynjar.
Derrick Lewis: Óskar.