UFC 229 fer fram í kvöld og er um stærsta bardagakvöld ársins að ræða. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið en í þetta sinn er spáin í boði Lengjunnar.
Lengjan hefur sett upp flotta stuðla fyrir bardaga Conor og Khabib. Hægt er að veðja á sigurvegara, siguraðferð, í hvaða lotu bardaginn ræðst og hvenær bardaginn klárast.
Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Conor McGregor
Pétur Marinó Jónsson: Ég trúi eiginlega ekki að það sé komið að þessu. 6. október er genginn í garð og bardaginn er enn á dagskrá! Þetta er auðvitað einn besti bardagi sem UFC getur sett saman og burtséð frá öllum rútuárásum og skítkasti þá er þetta sturlaður bardagi! Gjörsamlega geggjaður! Tvær algjörar andstæður mætast; annars vegar hvatvís Íri sem er alltaf með læti, fylgist vel með nýjustu tískustraumum, drekkur viskí á blaðamannafundum, einn besti strikerinn í MMA í dag og rífur kjaft eins og enginn sé morgundagurinn; og hins vegar erum við með ískaldan, strangtrúaaðan, rússneskan múslima sem snertir ekki áfengi, klæðist yfirleitt bara þægilegum jogging galla og er einn besti glímumaðurinn í MMA í dag.
Ég er búinn að skipta um skoðun svona fjórum sinnum þegar kemur að þessum bardaga. Fyrst var ég alveg á því að Khabib myndi bara smasha Conor að vild og Conor ætti ekki séns. Maður hélt að hungrið væri bara farið hjá Conor á meðan Khabib er glorhungraður. Eftir að hafa horft á alla bardaga Khabib nokkrum sinnum, hlustað á Conor í viðtölum og pælt í þessu vandræðalega mikið er ég á því að Conor muni rota Khabib. Khabib er með svakalegar fellur og scary í gólfinu en finnst hann vera frekar opinn og villtur þegar hann er að skjóta inn. Skrímslið Khabib hefur samt alveg fengið högg í sig en alltaf labbað í gegnum það eins og einhver tortímandi. Kannski er hann með goðsagnarkennda höku og hvað sem Conor hittir þá muni það ekki hafa nein áhrif á hann. Kannski mun Khabib jafnvel koma með snilldarlega leikáætlun til að ná fellunum án þess að hljóta neinn skaða. Ég sé Khabib fyrir mér fara í low single leg snemma og halda um ökklann fast til að keyra Conor upp við búrið þar sem Khabib er með bestu fellurnar sínar.
Stóra spurningin er hvor getur gert þetta að sínum bardaga. Báðir vilja pressa fram en af ólíkum ástæðum. Við höfum séð Conor þreyttan þegar bardaginn er ekki að fara á hans veg en getur hann haldið áfram að vera hættulegur ef hann nær ekki rothögginu í fyrstu tveimur lotunum? Ef þetta klárast ekki snemma held ég að þetta muni koma út á hvor er andlega sterkari.
En ég held að Conor sé með einhver brögð í erminni. Ég held að Conor muni hitta Khabib fyrr en síðar og hann rotar Khabib seint í 1. lotu.
Lengju stuðull – Conor vinnur í 1. lotu: 5
Óskar Örn Árnason: Þetta er svo epískt. Hreinræktaður striker vs grappler bardagi. Stærsta stjarnan á móti ósigruðu skrímsli. Það er aldrei hægt að afskrifa Conor McGregor en það er erfitt að spá honum sigri hér. Nurmagomedov hefur ekki tapað svo mikið sem lotu í UFC. Ég held að þetta verði barsmíðar, Rússinn dregur Írann í gólfið og lemur hann í um þrjár lotur. Dómarinn stöðvar svo barsmíðarnar í fjórðu lotu, TKO Nurmagomedov.
Lengju stuðull – Khabib vinnur í 4. lotu: 15
Guttormur Árni Ársælsson: Vá! Ég get ekki beðið. Tveir af mínum uppáhalds bardagköppum að mætast. Ef þú hefðir spurt mig fyrir svona þremur vikum hefði ég tippað á Khabib eftir fimm lotu ragdolling. Því meira sem ég horfi á efni með Conor í aðdraganda þessa bardaga, því meira sannfærist ég um að Khabib muni eiga í erfiðleikum með að loka fjarlægðinni gegn Conor. Að sama skapi finnst mér Conor líta hrikalega vel út; greinilega hungraður og ætla að koma inn með statement. Ég spái því að þetta verði geggjaður bardagi en að Conor klári Khabib með TKO í þriðju lotu.
Lengju stuðull – Conor vinnur í 3. lotu: 15
Arnþór Daði Guðmundsson: Það er einhver tilfinning sem ég hef gagnvart þessum bardaga sem stuðar mig. Annað hvort er það staðreyndin að það virðist vera lítið hype í kringum hann eða að mig gruni að Khabib muni ekki berjast á fullri getu vegna vigtunarvandamála. Hvað sem því líður þá er margt áhugavert við þennan bardaga. Hvernig er stand-upið hjá Khabib og hvernig er wrestlingið hjá Conor? Þetta eru spurningarnar sem flestir virðast vera að spyrja og svo hefur trash-talkið hjá Conor lítil áhrif haft á Khabib. Stór veikleiki hjá Conor hefur verið úthaldið á meðan Khabib getur haldið áfram endalaust. Mér er meinila við að spá á móti Conor en ég sé ekki hvernig hann á að vinna nema ná inn rothöggi snemma í bardaganum á meðan Khabib hefur fleiri leiðir. Khabib sigrar með TKO í 4. lotu.
Lengju stuðull – Khabib vinnur í 4. lotu: 15
Brynjar Hafsteins: Ég vona innilega að Khabib vinni en ég held að það gerist ekki. Hefði þurft að sjá Khabib berjast við fleirri topp bardagamenn áður en ég myndi tippa á hann. Það sem gerir Conor
svo góðan er hversu hittinn hann er. Þegar þú blandar því við höggaþunga þá ertu með skrímsli. Veit ekki hvort Khabib geti tekið þessum höggum áður en hann nær að draga hann í jörðina. McGregor með KO í 1. lotu en mig langar að hafa rangt fyrir mér.
Lengju stuðull – Conor vinnur í 1. lotu: 5
Lengju stuðlar
Conor vinnur: 2,3
Conor vinnur með rothöggi: 2,45
Khabib vinnur: 1,55
Khabib vinnur með rothöggi: 4,05
Khabib Nurmagomedov: Óskar, Arnþór
Conor McGregor: Pétur, Guttormur, Brynjar
Léttvigt: Tony Ferguson gegn Anthony Pettis
Pétur Marinó Jónsson: Frábær bardagi sem maður hefur pælt alltof lítið í. Pettis var frábær síðast gegn Michael Chiesa en hann þarf að sýna mér meira til að sannfæra mig um að hann sé kominn í fyrra form. Manni finnst hann brotna of auðveldlega en kannski hefur hann unnið í því. Tony Ferguson er með endalausa pressu og það gefur ekki góð fyrirheit fyrir Pettis sem finnst ekkert sérstaklega gaman að vera pressaður. Ég held samt að Pettis standi sig betur en margir halda. Pettis er ennþá frábær bardagamaður og með hættuleg spörk. Tony Ferguson er oft mjög opinn varnarlega og var hættulega nálægt því að vera rotaður af Lando Vannata. Það getur allt gerst í þessari blessuðu íþrótt og hver veit nema Pettis smellhitti með hásparki í Ferguson. Ég held samt að Tony taki þetta á endanum. Tony verður í brasi í 1. lotu, ekki langt frá því að tapa bara en nær að lifa af og klárar svo Pettis í 3. lotu með D’Arce hengingu eftir algjört stríð.
Óskar Örn Árnason: Stílar þessara herramanna ætti að gulltryggja flugeldasýningu. Báðir eru ótrúlega fjölhæfir og frumlegir í nálgun sinni. Það er auðvelt að spá Ferugson sigri en það má ekki vanmeta Pettis sem virðist hafa fundið mojo-ið sitt eftir frekar slæmt tímabil. Ég held samt að Ferguson takið þetta á stigum, held að hann sé betri á þessum tímapunkti.
Guttormur Árni Ársælsson: Þessi bardagi hefur alla burði til að verða bardagi kvöldsins. Tveir mjög flashy strikerar sem mætast hér og ég hugsa að við gætum séð einhverja flugeldasýningu. Pettis hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi og þó svo að hann hafi ekki verið upp á sitt besta undanfarið ætla ég að leyfa hjartanu að ráða og segja Pettis sigri eftir TKO í 2. lotu.
Arnþór Daði Guðmundsson: Vá, ég er spenntur fyrir þessum. Ég hef aldrei heyrt um það að neinn jafni sig jafnhratt á svona slæmum hnémeiðslum líkt og Tony hefur gert. En hérna er hann mættur og segist aldrei hafa verið í jafngóðu formi og er jafn steiktur og alltaf. Svo virðist gamli Showtime Pettis vera mættur aftur eftir að hafa tekið sér hlé frá sviðsljósinu ef svo má segja. Það er ómögulegt að segja hvernig þessi bardagi fer en ég sé bara ekki hvernig Pettis á að sigra þennan bardaga. Mér finnst Tony bara vera einu númeri of góður og ætti að sigra bardagann. Tony sigrar á dómaraákvörðun.
Brynjar Hafsteins: Ég sé ekki hvernig Ferguson á að tapa þessu. Pettis er með skemmtilegt striking og er vanmetinn í gólfinu en ef Ferguson setur þennan hraða á sem hann gerir oftast og gerir þetta að pínu röff bardaga þá vinnur hann á stigum sem ég held að hann geri.
Lengju stuðlar
Tony Ferguson: 1,2
Anthony Pettis: 2,81
Tony Ferguson: Pétur, Óskar, Arnþór, Brynjar
Anthony Pettis: Guttormur
Léttþungavigt: Ovince St. Preux gegn Dominick Reyes
Pétur Marinó Jónsson: Er mjög spenntur fyrir Dominick Reyes og held hann eigi eftir að fara langt í léttþungavigtinni. Ég er samt ansi hræddur um að OSP sé aðeins of stórt próf fyrir hann á þessari stundu. Það er kannski bara af því ég þori ekki að fara all-in á hæp lestinni hans Reyes strax. Mig langar ekkert að sjá Reyes klára OSP en ég held að reynslan hjá OSP muni gera gæfumuninn. OSP tekur þetta eftir dómaraákvörðun.
Óskar Örn Árnason: Reyes hefur litið vel út í fyrstu bardögum sínum í UFC og sigur gegn Cannonier staðfesti að hann er klár í toppbaráttuna. OSP er helvíti erfitt próf fyrir alla. Hann er höggþungur og seigur á gólfinu. Ég held að OSP nái að draga Reyes í gólfið og klárar bardagann með uppgjafartaki í fyrstu lotu.
Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að OSP sé of stór biti fyrir Reyes. Ég spái því að OSP nái honum í gólfið að vild og sigri að lokum eftir dómarákvörðun.
Arnþór Daði Guðmundsson: OSP er einn af þeim sem er bara alltaf þarna í léttþungavigtinni, rétt eins og Mark Hunt í flokknum fyrir ofan. Hann er aldrei að fara að verða meistari en er fínn í akkúrat þessa bardaga. Reyes sigraði Jared Cannonier í síðasta bardaga sínum með tæknilegu rothöggi og síðustu 6 bardagar hans hafa verið sigrar í fyrstu lotu. Ég held hins vegar að hann verði of peppaður í byrjun bardagans og OSP nái að læða inn hengingu í fyrstu tveimur lotunum. OSP sigrar með armbar í 1. lotu.
Brynjar Hafsteins: OSP er gatekeeperin í léttþungavigt. Ef þú sigrar hann þá ertu komin í elítuna en því miður eins mikið að mig langar að sjá nýja menn sem hafa möguleikan á titilbardaga í þessari deild þá held ég að Reyes sé ekki sá. Báðir eru southpaw svo ég sé OSP wrestla hann niður og sigra.
Lengju stuðlar
Ovince St. Preux: 2,32
Dominick Reyes: 1,32
Ovince St. Preux: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór, Brynjar
Dominick Reyes: ..
Þungavigt: Derrick Lewis gegn Alexander Volkov
Pétur Marinó Jónsson: Áhugaverður bardagi. Derrick Lewis er mjög misjafn og veltur oft á hvernig blessaða bakið hans er. Alexander Volkov er samt mjög tæknilega góður standandi og held ég að hann komist hjá stóru bombunum hans Lewis. Volkov getur haldið uppi háum hraða á meðan Lewis er ekki beint þekktur fyrir gott þol. Ég segi að Volkov hakki hann í sig hægt og rólega, noti stunguna, framspörk í skrokkinn og vinni eftir dómaraákvörðun.
Óskar Örn Árnason: Þetta er mjög áhugaverður bardagi. Lewis er alltaf hættulegur og við vitum um það bil hversu góður hann er. Það er Volkov sem er óþekkta stærðin hér. Ef hann nær að vinna andstæðing eins og Lewis mun hann skjótast upp listann og skora á meistarann mjög fljótlega. Ég held að Volkov muni ná að nota faðmlengdina, halda sig frá stóru höggum Lewis og vinna á stigum.
Guttormur Árni Ársælsson: Mjög skemmtilegt matchup. Lewis er mjög höggþungur en ég held að Volkov reynist of sleipur. Hann er betri boxari og mun nýta það til að stjórna fjarlægðinni og stöðva Lewis með höggum í þriðju.
Arnþór Daði Guðmundsson: Það er ekkert risa UFC bardagakvöld án þess að vera með alvöru þungavigtarbardaga. Derrick Lewis er snúinn aftur, en ég vona innilega að hann sé aðeins búinn að vinna í þessum bakvandamálum sem hafa verið að plaga hann síðustu árin. Hann hefur sagt það í viðtölum að það eina sem hægt sé að gera er að skafa af sér nokkur kíló svo skrokkurinn beri hann betur og teygja aðeins. Volkov er kjúklingur í aldraðri þungavigtinni, er er hins vegar stórhættulegur enda fyrrverandi Bellator meistari og litið fáránlega vel út í UFC. Ég sé voðalega lítið hvernig þessi bardagi gæti farið en allar líkur eru á að Volkov fari með sigur af hólmi ef bardaginn fer allar þrjár loturnar. Hins vegar gæti Lewis alltaf lent fight-ending höggi hvenær sem er. Ætla hins vegar að skjóta á að Volkov nái að halda Lewis frá sér. Volkov sigrar á dómaraákvörðun.
Brynjar Hafsteins: Volkov mun reyna að nota úthaldið og passa fjarlægðina með spörkum og stungum. Ég held að Lewis nái að grípa eitt spark og nái topp control og vinni í 2. lotu með höggum í gólfinu.
Lengju stuðlar
Derrick Lewis: 2,01
Alexander Volkov: 1,45
Derrick Lewis: Brynjar
Alexander Volkov: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Strávigt kvenna: Michelle Waterson gegn Felice Herrig
Pétur Marinó Jónsson: Nr. 8 og 9 í strávigtinni en báðar ólíklegar til að fara eitthvað mikið lengra. Verður sennilega frekar jafnt og sé þetta alveg fara í klofna dómaraákvörðun. Báðar eru færar standandi og báðar með fínar fellur. Ég held að Herrig verði aðeins grimmari í kvöld, nái nokkrum fellum til að stela lotum og sigri eftir klofna dómaraákvörðun.
Óskar Örn Árnason: Þessar tvær eru báðar á topp tíu í strávigt kvenna. Báðar eru efnilegar en hafa lent í vandræðum gegn þeim allra bestu. Herrig hefur litið betur út upp á síðkastið, hún tekur þetta á stigum.
Guttormur Árni Ársælsson: Waterson er með skemmtilegan stíl og ég held að spörkin hennar muni gera gæfumuninn. Waterson með sigur á stigum.
Arnþór Daði Guðmundsson: Skemmtilegur strávigtarbardagi til að opna kvöldið. Báðar hafa átt örlítið erfiða leið inn á topp 10 í strávigtinni en allt er á bestu leið hjá þeim þessa dagana. Sigur gerir ansi mikið fyrir þær báðar. Síðan Waterson vann Paige VanZant hefur hún tapað fyrir Rose Namajunas og Teciu Torres. Herrig hefur svo litið vel út upp á síðkastið og verður þetta því virkilega spennandi bardagi. Waterson sigrar á dómaraákvörðun.
Brynjar Hafsteins: Veit ekki með þennan bardaga á aðalhluta bardagakvöldsins. Þær eru 29-13 samanlagt en okey. Báðar með fínt sparkbox og báðar fínar í gólfinu. Held að Waterson sé aðeins betri standandi og með góðar fellur. Hún vinnur þetta hjá á blöðunum hjá dómurunum.
Lengjustuðlar
Michelle Waterson: 1,74
Felice Herrig: 1,63
Michelle Waterson: Guttormur, Arnþór, Brynjar
Felice Herrig: Pétur, Óskar