spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur spáir fyrir um UFC 171

Spámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur spáir fyrir um UFC 171

UFC-171

Annað kvöld fer fram risabardagakvöld en þá fer UFC 171 fram í Dallas. Veislan verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst fyrsti bardaginn á aðal hluta kvöldsins kl 2. Við fengum knattspyrnumanninn Ásgeir Börk Ásgeirsson til að spá fyrir um úrslit bardagana. Ásgeir spilar knattspyrnu með GAIS í Svíðþjóð en er líka mikill MMA aðdáandi. Kíkjum á hvað hann hefur að segja um bardagana!

Léttþungavigt: Ovince St. Preux vs. Nikita Krylov

Verð að viðurkenna fáfræði mina þegar kemur að þessum bardaga. Þó séð Ovince berjast og þá síðast í Strikeforce á móti Gegard Mousasi! Eftir smá heimavinnu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Hr. St Preux mun klára þennan bardaga eftir TKO í annari lotu, Úkraínu maðurinn verður lítil fyrirstaða. Hefði hins vegar verið gaman að sjá Thiago Silva slást en.. hann er víst í einhverri krísu með sjálfan sig kallinn.

Veltivigt: Jake Shields vs. Hector Lombard

Almáttugur. Leiðinlegasti bardagamaðurinn í UFC (frábær glímumaður, skelfilegur bardagamaður) á móti manninum sem átti að öllum líkindum eitt versta debut í sögu UFC. Þó, annar bardaginn hjá Lombard í veltivigt og hann leit ansi vel út á móti Nate Marquard á 166 kortinu. Lombard aldrei verið kláraður og Jake Shields kann ekki að kýla. Vona svo innilega að Lombard roti Shields en er ansi hræddur um að sá síðarnefndi nái að grinda út sigur á móti þol litlum Kúbu manninum. Vill rothögg en fæ líklegast unanimous decision Jake Shields í vil.. synd!

Léttvigt: Diego Sanchez vs. Myles Jury

Pre-fight scrummið.. mæli með að fólk kíkji á það fyrir þennan bardaga! Diego Sanchez fer hreinlega á kostum. Hann hefur alltaf verið sérstakur en hann er að taka það að vera sérstakur á annað level! En að bardaganum.. Tveir gæjar sem koma báðir úr TUF þáttunum og báðir hörku naglar. Sanchez er kominn til að “slást”, það vita allir, bendi á bardaga ársins 2013 á móti Gilbert Melendez! Jury hingað til ekki slegist við nein nöfn þannig séð (er þó taplaus á sínum MMA ferli) en mætir núna Diego Sanchez sem er ansi stórt nafn og hugsanlega of stór biti! Sanchez er minn maður í þessum bardaga og ég spái Sanchez sigri via TKO snemma í þriðju lotu.

Veltivigt: Carlos Condit vs. Tyron Woodley

Ég er spenntur fyrir þessum bardaga. Condit er alvöru maður enda slegist við þá allra bestu! Alltaf hrifist af Woodley samt, kraftmikill glímari með góðar hendur. Mikið er í húfi í þessum bardaga enda fær sigurvegarinn að mæta annað hvort Hendricks eða Lawler um veltivigtartitilinn! Condit hefur verið í þessari stöðu áður, hann virðist gífurlega fókúseraður og ég held hann klári þennan bardaga. Woodley þarf tíma, hann verður á þessum stað einhvern tíman.. en ekki núna. Þetta verður alvöru stríð alveg til enda, Condit via unanimous decision.

Robbie-Lawler

Titilbardagi í veltivigt: Johny Hendricks vs. Robbie Lawler

Ég fæ gæsahúð að lesa nöfnin þeirra. Hérna erum við að tala um gæja sem kasta leðri! Einn aðeins tæknilegra betri en hinn en djöfull sem þeir báðir eru höggþungir! Eins og allir vita sem fylgjast með þessu yndislega sporti þá var Hendricks rændur á móti GSP, rændur aleigunni! En það er vísu löngu orðin þreytt umræða og nú fær hann það sem hann vildi. Annan séns á að verða veltivigtarmeistari! Það gerist á laugardaginn á móti Robbie Lawler sem hefur litið  stórkostlega út síðan hann kom aftur í UFC frá Strikeforce. Tveir gæjar með stórt hjarta og höggþyngd á við ég veit ekki hvað, þetta verður eitthvað. Hendricks er búinn að rífa í sig ansi marga upp á síðkastið og ég held það verði enginn breyting á því á laugardaginn. Þetta verður langt frá því að vera auðveldur bardagi fyrir Hendricks en hann mun sigla þessu heim. Hendricks via TKO seint í þriðju eða snemma í fjórðu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular