0

Spámaður helgarinnar: Birgir Örn Tómasson (UFC 223)

Spámaður helgarinnar er Birgir Örn Tómasson. Birgir telur að þetta verði mikil skemmtun í kvöld og munu allir bardagarnir klárast.

Birgir Örn Tómasson er 2-0 sem atvinnumaður í MMA og berst á FightStar kvöldinu í London um næstu helgi. Hann hefur lengi fylgst með MMA og er mjög spenntur fyrir kvöldinu. Gefum honum orðið.

Léttvigt: Joe Lauzon gegn Chris Gruetzemacher

Lítið um þennan bardaga að segja en ég sé Lauzon ná þessu niður í gólfið seinni partinn í fyrstu lotu og klárar bardagann með rear naked choke í lok fyrstu lotu.

Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov gegn Kyle Bochniak

Ég er mjög spenntur yfir Zabit, flottur bardagamaður með rosaleg spörk, góður í gólfinu, mjög hnitmiðaður og rólegur. Bochniak er mjög hreyfanlegur og svo sem líka með allan pakkann en ég sé ekki að Zabit sé að fara að tapa þessu. Ég geri ráð fyrir að þetta byrji standandi, Zabit að sækja með spörkum, Bochniak mikið á hreyfingu en svo nær Zabit honum í gólfið. Bardaginn klárast þegar Zabit nær sparki í höfuð Bochniak snemma í annarri lotu og í framhaldi endar bardaginn með TKO.

Fjaðurvigt: Calvin Kattar gegn Renato Moicano

Gæti orðið mjög skemmtilegur bardagi. Þeir munu líklega standa að mestu leyti en ég sé fyrir mér að Moicano ná inn góðu höggi sem vankar Kattar og í kjölfarið nær Moicano að klára bardagann með ground and pound í annarri lotu.

Titilbardagi í strávigt kvenna: Rose Namajunes gegn Joanna Jedrzejczyk 2

Svaka spenntur yfir þessum bardaga. Joanna var gjörsamlega ósigrandi meistari, virtist enginn eiga séns í hana þar til Namajunes pakkaði henni saman seinast þegar þær mættust. Þetta verður standandi stríð, þær munu skiptast á höggum þar til einhver liggur. Spurningin er bara hvort Joanna sé búin að laga til það sem var að klikka seinast. Þessi viðureign gæti farið á hvorn veginn en ég verð að gera ráð fyrir að Namajunes taki þetta aftur. Rose Namajunas með TKO í annarri lotu.

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Al Iaguinta

Leiðindarvesen búið að fylgja þessum bardaga, margir búnir að koma til greina til að berjast við Khabib og gott að einhver hafi stigið inn á endanum. En ég er samt nokkuð viss um að Iaquinta eigi ekki séns í Khabib, ekki frekar en nokkur annar í þessum þyngdarflokki. Khabib mun setja mikla pressu á Iaquinta, ná honum upp við búrið og láta höggin dynja á honum. Nær honum svo niður og þannig klárast þessi bardagi. Khabib með TKO í fyrstu lotu eftir ground and pound.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.