spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Bjarki Eyþórsson (UFC 264)

Spámaður helgarinnar: Bjarki Eyþórsson (UFC 264)

UFC 264 fer fram á laugardaginn þar sem Conor McGregor mætir Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins. Spámaður helgarinnar fyrir helgina er Bjarki Eyþórsson.

Bjarki Eyþórsson (1-0) er einn af þremur Mjölnismönnum sem keppir á Contender Fight Night á laugardagskvöldið í Póllandi. Þetta verður fyrsti MMA bardagi Bjarka síðan 2017 en hann fylgist auðvitað vel með MMA heiminum og er spenntur fyrir helginni. Gefum honum orðið.

Léttvigt: Dustin Poirier gegn Conor McGregor

Þaaaað er banger og verður mjög áhugavert að sjá hvort að Conor lagi mistökin sín frá fyrri bardaganum en á sama skapi hvort Dustin hafi komið með nýtt gott gameplan. Ég held að Conor nái að finna fjarlægðina sína og lendi höggunum þar og klárar þetta í annarri lotu en ef þetta dregst lengra þá held ég að Dustin muni klára bardagann í seinni lotunum. Það er mikill hundur í Dustin og er hann alveg fáránlega öflugur eins og staðan er í dag og er þetta að mínu mati lang erfiðasti bardagi Conors í léttvigt akkúrat núna þar sem Khabib er hættur. Conor KO í annarri lotu.

Veltivigt: Gilbert Burns gegn Stephen Thompson

Þetta er týpískur UFC 1 bardagi þar sem jiu-jitsu og karate keppast á milli. Stephen er rosalega góður að halda fjarlægð frá öllum og lenda höggunum sínum og koma sér beint aftur úr hættu. En það er algjör töggur í Burns og held ég að Burns muni elta Wonderboy allan bardagann en Thompson muni vinna eftir dómaraákvörðun eftir að hafa tæknilega haldið sér frá vandræðum og ekki stoppað í vasanum.

Þungavigt: Tai Tuivasa gegn Greg Hardy

Þetta er góður bardagi og eru þeir báðir mjög stórir menn. Hardy hefur verið mikið í sviðsljósinu fyrir allt ruglið sitt en kemur alltaf aftur og hinir í þungavigt vilja einhvern veginn allir berja hann. Ég held að Tai muni klára það og rotar Hardy í fyrstu lotu. Tai kemur úr mjög góðum æfingabúðum og held ég að hann sé vel undirbúinn og klári þetta.

Bantamvigt kvenna: Irene Aldana gegn Yana Kunitskaya

Þetta er frekar gott match up og ég held að þetta verði betri bardagi en margir halda. Eftir mikið stríð standandi held ég að Irena klári þetta með uppgjafartaki í 3. lotu

Bantamvigt: Sean O’Malley gegn Kris Moutinho

Ég held að þetta verði ruglaður bardagi, Kris kemur inn á með skömmum fyrirvara í frumraun sína í UFC og hann ætlar að stimpla sig vel inn og reyna gera þetta að skemmtilegum bardaga. Ég held að Sean muni koma með show í 2. lotu eftir að hafa veðrað storminn frá Kris sem hefur engu að tapa. Sean KO í annarri lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular