Thursday, April 18, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Gunnar Einarsson (UFC 213)

Spámaður helgarinnar: Gunnar Einarsson (UFC 213)

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Spámaður helgarinnar fyrir UFC 213 er Gunnar Einarsson. Gunnar fylgist vel með MMA heiminum og er spenntur fyrir helginni.

Gunnar Einarsson er starfsmaður Mjölnis og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu í Hollandi og Englandi. Gunnar hefur fylgst með MMA frá árinu 2012 og við gefum honum orðið.

Léttvigt: Anthony Pettis gegn Jim Miller

Þetta er mjög áhugaverður bardagi því Pettis þarf að sanna hérna að hann hefur kraftinn og viljann til að vera á meðal þeirra bestu. Hann hefur öllu að tapa enda með fjögur töp í síðustu fimm bardögum. Miller hefur sýnt stöðugleika og framfarir en síðasta tapið hans var á móti Dustin Poirier en sýndi samt góða frammistöðu. Ég held að þetta fari fram standandi og spurning hvor muni halda þetta betur út. Ég tel að Miller vinni þar sem hann vill þetta meira og er með stærra hjarta. Miller sigrar eftir dómaraákvörðun.

Þungavigt: Fabricio Werdum gegn Alistair Overeem

Þetta er mjög áhugaverður bardagi, striker vs. grappler. Werdum hefur sýnt mér að hann getur staðið á móti sterkum gaurum standandi. Overeem er líka búinn að sýna mér eftir að hann hætti að djúsa og stunda hugleiðslu að hann hann er líklega næstbesti strikerinn í þungavigtinni á eftir Stipe. Overeem er gríðalega hreyfanlegur og tímasetur árásirnar vel, hann er orðinn mjög þolinmóður og leitar mikið í að safna stigum. Hann er með stórhættuleg hné og er gríðarlegur höggþungi í þeim. Segi að Overeem nái rothöggi í 3. lotu og þetta verði Fight of the Night.

Þungavigt: Daniel Omielańczuk gegn Curtis Blaydes

Ég veit ekki mikið um þessa tvo en veit að Daniel barðist á móti Stefan Struve og tapaði. Svo veit ég líka að Curtis Blaydes var barinn í harðfisk á móti skepnunni Francis Ngannou. Curtis er höggþungur og með mjög langan faðm. Ég ætla bara skjóta á KO fyrir Curtis í fyrstu lotu.

Titilbardagi í millivigt: Yoel Romero gegn Robert Whittaker

Veikleikar Yoel eru slakt úthald og slæmar ákvarðanir. Strikingið hans er ágætt en sprengikrafturinn hjá honum er ótrúlegur í bland við mikinn líkamlegan styrk og svo er hann gríðalega snöggur. Whittaker er gríðalega skarpur bardagamaður, tekur góðar ákvarðanir og með mjög hraða handavinnu. Hann er leiftursnöggur og er með frábæra felluvörn. Það sem Whittaker þarf að gera er að pressa Yoel vel, þreyta hann og ALDREI missa sig í að leita að rothögginu. Robert Whittaker vinnur með rothöggi í þriðju lotu.

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Valentina Shevchenko

Þetta verður erfitt fyrir Nunes. Ég tel að Nunes muni pressa Valentinu og reyna að vinna á stigum. Valentina getur samt unnið þetta mjög fljótt, hún gæti náð Nunes í uppgjafartak ef Nunes fer ekki varlega og eyðir allri orkunni strax. Nunes sprengir sig of snemma og Valentina þreytir hana. Valentina vinnur eftir guillotine hengingu í 3. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular