Spámaður helgarinnar að þessu sinni er knattspyrnumaðurinn Ragnar Sigurðsson. Ragnar spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og er mikill áhugamaður um MMA. Hann rýnir hér í spákúlu sína fyrir bardaga helgarinnar á UFC 173 bardagakvöldinu.
Léttvigt: James Krause gegn Jamie Varner
James Krause rotar Varner í 3. lotu. Hann er yngri og hávaxnari og Varner verður orðinn þreyttur í lokin. Ég sé þá ekki submitta hvorn annan og hver nennir að horfa á decision bardaga?
Bantamvigt: Takeya Mizugaki gegn Francisco Rivera
Ég held því miður að þetta gæti orðið leiðinlegur 15 mínútna bardagi. Mizugaki er með tvöfalt fleiri bardaga og tekur þetta á reynslunni eftir decision.
Veltivigt: Robbie Lawler gegn Jake Ellenberger
Ef Lawler er í stuði þá rotar hann Ellenberger á innan við tveimur mínútum. Ef hann klárar þetta ekki strax þá held ég að Ellenberger vinni á stigum. Ég segi knockout í fyrstu frá Lawler.
Léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Dan Henderson
Ég held að fyrsta lotan verði mjög passive, svo í annari lotu fattar Cormier að Hendo er bara búinn á því og valtar yfir hann, rothögg í annarri lotu.
Titilbardagi í bantamvigt: Renan Barao gegn TJ Dillashaw
Barao þarf að berjast með bundið fyrir augun ef hann á að klúðra þessu. Dillashaw er alveg með skills en hann er ekki tilbúinn í Barao sem getur valið úr aðferðum til að klára Dillashaw. Ég held að Barao lemji hann í klessu í fyrstu lotunni og klári hann með rear naked choke í annari lotu.