spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Zak Cummings

Spámaður helgarinnar: Zak Cummings

UFC Glasgow fer fram í kvöld þar sem Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio í aðalbardaga kvöldsins. Við fengum UFC bardagamanninn Zak Cummings til að spá í aðalbardaga kvöldsins.

Zak Cummings er 32 ára bardagamaður sem er 6-2 í UFC. Töpin hans tvo komu gegn þeim Gunnari og Santiago Ponzinibbio og er hann því eini bardagamaðurinn sem hefur mætt báðum. Cummings tapaði fyrir Gunnari eftir hengingu í 2. lotu á UFC bardagakvöldinu í Dublin í júlí 2014. Cummings tapaði svo fyrir Ponzinibbio eftir dómaraákvörðun í ágúst í fyrra. Við fengum því hann til að spá í bardagann og deila með okkur sinni sýn á bardagann. Gefum honum orðið.

„Ég myndi giska á að Gunnar vinni þennan bardaga. Hann er einfaldlega miklu betri á gólfinu. Ég skiptist á höggum við Ponzinibbio sem var kannski ekki besta hugmyndin þar sem hann er mjög góður standandi. Ég hélt ég myndi á endanum rota hann en það gekk ekki upp. Hann gerði mun meira en ég standandi og ég fann alveg fyrir höggþunganum eins og sást kannski. Ég held að Gunnar hafi of margar leiðir til að klára þetta. Hann er með vanmetinn höggþunga og er auðvitað frábær í gólfinu. Gunnar klárar þetta, veit ekki hvernig eða hvenær, en hann klárar þetta.“

Zak Cummings
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular