Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaSpurningar og svör úr fyrsta Pubquiz-i MMA Frétta

Spurningar og svör úr fyrsta Pubquiz-i MMA Frétta

IMG_2470
Óskar og Guttormur með verðlaunin.

Fyrsta pub quiz MMA Frétta fór fram í gærkvöldi á Brooklyn Bar. Hér má sjá allar spurningar og svör kvöldsins.

Það voru þeir Guttormur Árni Ársælsson og Óskar Örn Árnason sem báru sigur úr bítum. Þeir fengu hamborgaramáltíð frá Brooklyn Bar, miða í UFC 189 VIP partý og sitt hvort 10.000 kr gjafabréf í Óðinsbúð. Báðir skrifa þeir fyrir MMA Fréttir og ljóst að drengirnir eru vel að sér í MMA-fræðum.

Hér má sjá spurningarnar 20 en svörin má sjá neðst.

1. Gunnar Nelson átti að mæta John Hathaway á UFC 189 en Bretinn meiddist. Hathaway er með aðeins tvö töp á ferlinum sem komu bæði í UFC, en gegn hverjum?

2. Flestir bardagamenn í UFC eru með einhvers konar gælunöfn. Til að mynda las Bruce Buffer alltaf upp Randy ‘The Natural’ Couture á sínum tíma. Hvaða fjórir bardagamenn bera þessi nöfn?

The Eagle

The Spider

Cowboy

Quicksand

3. Á UFC 189 eru 11 bardagar og því 22 bardagamenn. Tveir af þeim eru ósigraðir á ferlinum í MMA, hverjir eru það?

4. Léttþungavigtin var um tíma einn allra skemmtilegasti þyngdarflokkurinn í UFC. Beltið gekk á milli manna áður en ungur strákur að nafni Jon Jones tók titilinn. Nú er spurt, hverjir voru fimm síðustu meistararnir á undan Jon Jones

5. Næsti bardagi Gunnars Nelson verður í Las Vegas þann 11. júlí og verður það í fyrsta sinn sem hann berst þar. En í hvaða fjórum borgum hefur Gunnar barist hingað til í UFC?

6. Nú er spurt um þekktan einstakling í MMA heiminum. Þessi maður hefur verið viðloðinn MMA frá fyrstu UFC keppninni. Hann sótti um að fá að berjast á UFC 1 en var hafnað en hefur þrátt fyrir það verið viðloðinn sportið alla tíð. Eiginkona hans var í salnum á UFC 1 og fékk tönn í fangið á sér úr súmóglímukappanum Teila Tuli í fyrsta bardaga kvöldsins. Hver er maðurinn?

7. Robbie Lawler og Rory MacDonald berjast um veltivigtartitilinn á UFC 189 þann 11. júlí. Þeir eru með samtals 56 bardaga, en hver er eini sameiginlegi andstæðingur beggja, þeas hver er eini maðurinn sem hefur mætt báðum á ferlinum?

a) Jordan Mein
b) Jake Ellenberger
c) Nick Diaz
d) Josh Koscheck

8. Ronda Rousey hefur sigrað alla sína 11 bardaga í MMA og virðist óstöðvandi sem bantamvigtarmeistari kvenna. Hún hefur hlotið mikla athygli fyrir armbar sigra sína en framan af hafði hún sigrað alla bardaga sína með því uppgjafartaki. Hversu marga bardaga hefur hún sigrað eftir armbar?

9. Spurt er um bardagamann. Hann hefur unnið Matt Hughes tvisvar, barðist 6 bardaga í UFC og 73 bardaga samtals á ferlinum. Hann vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir hræðilegt val á stuttbuxum í bardaga í UFC þar sem Dana White gaf andstæðingi hans sérstakan bónus fyrir að klára bardagann svo hann þyrfti ekki að horfa upp á þennan viðbjóð lengur. Þess má geta að vinstra eista bardagamannsins sást í útsendingunni um tíma. Hver er maðurinn?

10. Myndagáta. Hér að neðan má sjá myndir af fimm frægum MMA köppum á sínum yngri árum. Hverjir eru þessir fimm?

Griffin wand young-diaz-brothers young-tank-abbott

11. Spurt er um bardagamann. Þessi maður hefur mætt andstæðingum sem hafa verið meistarar í þungavigt, léttþungavigt, millivigt, veltivigt og léttvigt. Hver er maðurinn?

12. Joe Rogan hefur starfað hjá UFC m.a. sem lýsandi í 13 ár. Hverjir eru hinir lýsendur UFC. Hér er mest hægt að fá 6 stig.

13. Spurt er um bardagamann. Hann var í aðalbardaganum eða main event á UFC 65, UFC 94, UFC 111, UFC 124, UFC 158, UFC 167. Athugið, þetta er ekki tæmandi listi.

14. Hvaða heimsfrægi boxari var eitt sinn nálægt því að taka bardaga í Pride?

15. Spurt er um bardagamann. Hann var sagður ekkert sérstakur íþróttamaður en náði engu að síðar að berjast þrisvar um titil í UFC. Hann þótti einnig lunkinn knattspyrnuleikmaður á yngri árum og þykir klár strákur. Hann barðist í þó nokkrum þyngdarflokkum eða í millivigt, veltivigt, léttvigt og fjaðurvigt UFC. Hver er maðurinn?

16. Brandon Thatch mætir Gunnari Nelson á UFC 189, en hverja hefur Thatch barist við í UFC hingað til?

17. Royce Gracie sigraði fyrstu UFC keppnina. Hann sigraði þrjá bardaga það kvöld en hverjum mætti hann í úrslitunum?

18. Spurt er um bardaga. Þessi bardagi er oft sagður hafa bjargað lífi UFC. Bardaginn fór fram þann 9. apríl 2005. Hverjir börðust í þessum bardaga?

19. Millivigtin í PRIDE var virkilega sterk á sínum tíma. Þetta var 93 kg flokkur eða sá sami og léttþungavigtin í UFC. Titillinn var á endanum sameinaður léttþungavigtartitli UFC, en hver var sá síðasti til að halda millivigtartitlinum í PRIDE?

20. Síðasta spurningin! Hver var síðasti andstæðingur Gunnars Nelson áður en hann kom yfir í UFC?

Svörin:

1. Mike Pyle og Dong Hyun Kim

2. Khabib Nurmagomedov, Anderson Silva, Donald Cerrone og Mike Pyle.

3. Thomas Almeida (19-0) og Cody Garbrandt (6-0)

4. Svar: Jon Jones-Shogun Rua-Lyoto Machida-Rashad Evans-Forrest Griffin-Quinton Rampage Jackson

5. Nottingham, London, London, Dublin, Stokkhólmi

6. Dómarinn John McCarthy eða Big John.

7. b) Jake Ellenberger

8. 9 af 11

9. Dennis Hallman

dennis-hallman-shorts

10. Diaz bræðurnir Nick og Nate, Wanderlei Silva, Forrest Griffin og Tank Abbott

11.  Lyoto Machida. Machida barðist við Randy Couture, sem hefur bæði verið meistari þungavigt og léttþungavigt, Chris Weidman sem er meistari í millivigt, BJ Penn sem var meistari í veltivigt og léttvigt.

12. Mike Goldberg, Jon Anik, Brian Stann, Kenny Florian, Dan Hardy og John Gooden.

13. Georges St. Pierre

14. Mike Tyson

15. Kenny Florian

16. Justin Edwards, Paulo Thiago og Ben Henderson

17. Gerard Gordeau

18. Forrest Griffin og Stephan Bonnar

19. Dan Henderson

20. Alexander Butenko

Við þökkum öllum sem tóku þátt og munum klárlega halda aðra svona spurningakeppni í haust.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular