spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic ætlar ennþá að starfa sem slökkviliðsmaður

Stipe Miocic ætlar ennþá að starfa sem slökkviliðsmaður

mark hunt stipeÞungavigtarmeistarinn Stipe Miocic ætlar að halda áfram að starfa sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Þetta kom fram á blaðamannafundinum eftir UFC 198 í gær.

Stipe Miocic rotaði Fabricio Werdum í 1. lotu í gær og varð þar með nýr þungavigtarmeistari UFC.

Miocic hefur alltaf starfað sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum og var hann spurður hvort hann muni halda því áfram núna þegar hann er orðinn meistari. „Ég ætla ekki að breyta uppskriftinni. Ég elska að vera slökkviliðsmaður, ég elska að hjálpa fólki. Ég er meistarinn en ég ætla ekki að breytast. Ég nýt þess að hjálpa fólki,“ sagði Miocic í gær.

Miocic er í hlutastarfi sem slökkviliðsmaður og sjúkraliði og getur ekki hugsað sér að hætta því þrátt fyrir að vera þungavigtarmeistari UFC. Það er ekki annað hægt en að dáðst dálítið að nýja þungavigtarmeistaranum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular