spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic: Hvernig er hægt að gefa Brock Lesnar titilbardaga?

Stipe Miocic: Hvernig er hægt að gefa Brock Lesnar titilbardaga?

Stipe Miocic er afar ósáttur með að Brock Lesnar fái næsta titilbardaga í þungavigt UFC. Miocic telur sig eiga inni annað tækifæri á beltinu eftir að hafa verið sigursælasti þungavigtarmeistarinn í sögu UFC.

Daniel Cormier rotaði Stipe Miocic á UFC 226 í byrjun mánaðarins og tryggði sér þar með þungavigtartitilinn. Cormier rotaði Miocic í 1. lotu en eftir sigurinn gekk Brock Lesnar í búrið með tilheyrandi látum og skrípaleik. Cormier skoraði á Lesnar en Lesnar hrynti Cormier í fáranlegum leikþætti.

„Þetta var algjör drulla og mikil vanvirðing fyrir íþróttina. Ég hélt að UFC stæði ekki á bakvið svona,“ sagði Miocic við ESPN um það sem gekk á í búrinu skömmu eftir að hann var rotaður.

„Ég hélt að ég myndi fara í viðtal þar sem ég ætlaði að biðja um endurat. Þegar Brock kom inn sagði ég ‘ég er farinn, ég þarf ekki þennan sirkus’ og yfirgaf búrið. Hvernig er hægt að gefa manni titilbardaga sem hefur ekki barist í tvö ár, er í banni og síðasti bardaginn hans var dæmdur ógildur þar sem hann féll á lyfjaprófi?“

Miocic vonast til að fá annan bardaga gegn Cormier þar sem hann telur það vera það rétta í stöðunni út frá íþróttalegu sjónarmiði. Miocic ætlar ekki að taka annan bardaga nema hann fái Cormier aftur.

„Ég vil titilbardaga, ég á það skilið. Lesnar hefur ekki barist í langan tíma og á ég að vera settur til hliðar svo hann fái titilbardaga? Finnst eins og UFC sé úrkula vonar um að finna stóra bardaga sem selja. Ég hreinsaði út þyngdarflokkinn, varði beltið oftar en nokkur annar og þið segið mér að ég eigi ekki skilið tækifæri til að vinna beltið aftur?“

Miocic óskaði Cormier til hamingju með sigurinn en taldi að augnpot hefði haft áhrif á úrslit bardagans. Cormier potaði í auga Miocic og þurfti dómarinn Marc Goddard að gera hlé á bardaganum en Cormier rotaði Miocic ekki löngu eftir augnpotið. „Það var sárt og hafði klárlega áhrif á mig. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að dómarinn væri að aðvara hann við augnpotunum fyrr en eftir á þegar þjálfararnir mínir sögðu mér frá því. Þeir voru allir pirraðir. Engar afsakanir en þetta var mjög vont. Þetta var heldur ekki smá pot í augað, þetta fór djúpt inn í augað.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular