0

Bellator með 10 manna útsláttarmót í veltivigt

Bellator mun halda 10 manna útsláttarmót í veltivigt. Mótið hefst í september og nú hefur fyrsti bardaginn verið staðfestur.

Bellator greindi frá þessu í gær á blaðamannafundi. Óhætt er að segja að flestir þessara 10 bardagamanna í veltivigtinni séu í hæsta gæðaflokki og gæti þetta orðið virkilega áhugavert mót. Búið er að tilkynna níu bardagamenn sem eru í mótinu en tíunda sætið er enn opið. Talið er að Paul Daley skipi tíunda og síðasta sætið.

Þeir Yaroslav Amosov, Jon Fitch, Neiman Gracie, Andrey Koreshkov, Lorenz Larkin, Douglas Lima, Michael Page og Ed Ruth verða allir í mótinu. Þá mun veltivigtarmeistarinn Rory MacDonald koma seinna inn í útsláttarmótið en hann mætir millivigtarmeistaranum Gegard Mousasi á Bellator 205 þann 29. september.

Sama kvöld mun fyrsti bardaginn í veltivigtarmótinu fara fram þegar þeir Andrey Koreshkov og Douglas Lima mætast í þriðja sinn. Hvorugur um sig hefur unnið einn bardaga á móti hvor öðrum en hugsanlega munu fleiri veltivigtarbardagar fara fram sama kvöld.

Bellator er sem stendur með mót í þungavigt en þar eru margir bardagamenn sem eru komnir ansi nálægt endastöð á ferlinum. Í veltivigtinni er Bellator hins vegar með marga bardagamenn sem eru á hápunkti ferilsins.

Bellator 205 verður fyrsta bardagakvöldið sem Bellator sýnir á DAZN streymisþjónustunni. Sú þjónusta er ekki aðgengileg á Íslandi eins og er.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.