spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic: Konan myndi drepa mig ef ég myndi gera það sama...

Stipe Miocic: Konan myndi drepa mig ef ég myndi gera það sama og Conor

Stipe Miocic var ekki par sáttur með framgöngu Conor McGregor skömmu fyrir UFC 223 fyrr í mánuðinum. Miocic segir að hann myndi aldrei haga sér svona enda myndi hann fá að heyra það frá mömmu sinni og konu.

Conor McGregor réðst á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223. Conor kastaði m.a. trillu í gegnum rútu, slasaði fjölda fólks og var látinn dúsa í gæsluvarðhaldi í eina nótt. Réttarhöldin í málinu fara svo fram þann 14. júní.

Stipe Miocic fordæmdi hegðun Conor McGregor í viðtali við ESPN á dögunum. „Ég myndi aldrei haga mér svona. Ég skil að hann var að standa með vini sínum, en þú bara getur ekki hagað þér svona. Fólk var að slasast. Ég er stöðugur og er alltaf að gera það rétta, þannig var ég alinn upp. Og ef ég myndi gera eitthvað svona myndi mamma tortíma mér. Konan mín myndi drepa mig. Hver helduru að þú sért? Ég myndi aldrei haga mér svona, ég myndi bara vera eins og ég er. Ég myndi gera þetta á annan hátt.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular