spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaStofnaði GSP verkalýðsfélag fyrir MMA?

Stofnaði GSP verkalýðsfélag fyrir MMA?

Samkvæmt Twitter-síðu MMA-dómarans Yves Lavigne hefur Georges St-Pierre, fyrrverandi veltivigtarmeistari UFC, hugsanlega stofnað verkalýðsfélag fyrir MMA-bardagamenn. Allt bendir til að þetta sé gabb.

GSP afsalaði sér nýlega veltivigtartitlinum í UFC og hefur átt í deilum við forsvarsmenn bardagasamtakanna síðan en ólíklegt er að hann ætli sér að berjast fyrir kjörum MMA-bardagamanna á þennan hátt og fréttatilkynningin sem heldur því fram er mjög grunsamleg.

Yves-Lavigne-Twitter

Í fyrsta lagi er heimildin ekki áreiðanleg, Lavigne birti óskýra mynd af fréttatilkynningu sem virðist ekki vera í dreifingu. Hann hefur sjálfur efast um sannleiksgildi tilkynningarinnar. Í öðru lagi stendur þar að St-Pierre hafi tilkynnt stofnun verkalýðsfélagsins síðastliðinn fimmtudag og að fundur hafi farið fram í gær, 24. janúar. Engar fréttir hafa borist af fundinum og St-Pierre hefur ekki sagt orð um þetta í viðtölum né á samfélagsmiðlum. Í þriðja lagi er nafnið hans skrifað vitlaust í skjalinu (George, en ekki Georges, eins og það á að vera) og hann kallaður UFC-bardagamaður, sem hann er ekki lengur. Í fjórða lagi stendur að verkalýðsfélagið starfi frá Amsterdam í Hollandi, sem kæmi mjög á óvart þar sem langflestir MMA-bardagamenn starfa í Ameríku og St-Pierre er sjálfur frá Kanada. Tilkynningin er merkt nafninu Joao Alfredo Horta (eða Horla) og Google-leit að þeim nöfnum vísar ekki á neinn sem virðist vera nýbakaður verkalýðsleiðtogi.

“Verkalýðsfélagið” er með virka Twitter-síðu þar sem einhver sendir út skilaboð á MMA bardagamenn og hvetur þá til að ganga til liðs við félagið. Nokkrir atvinnumenn, þar á meðal Tito Ortiz, fylgjast með síðunni. Flest bendir til að þetta sé fyrst og fremst tilraun einhvers til að fá athygli á internetinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular