Saturday, May 18, 2024
HomeForsíðaSunna svarar þeirri finnsku

Sunna svarar þeirri finnsku

Sunna Rannveig Davíðdsóttir er alveg til í að mæta hinni finnsku Minna Grusander. Sú finnska skoraði á Sunnu í viðtali við MMA Viking á dögunum.

Á opinberri Facebook síðu Sunnu segist hún ekki vita hver Grusander er en er til í að mæta henni en það veltur þó allt á Invicta. Sunna segir að það sé heiður að einhver hafi skorað svona á hana enda hefur hún aldrei upplifað það áður.

Sjá einnig: Finnsk bardagakona skorar á Sunnu

„Ég hef alltaf haft það viðhorf að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem og ef Invicta er til í þetta sé ég ekki af hverju þetta ætti ekki að geta farið fram,“ segir Sunna.

Hin finnska Minna Grusander er ekki með samning við Invicta sem stendur en hún er 3-1 á atvinnuferlinum í MMA. Sunna Rannveig barðist síðast þann 15. júlí þegar hún sigraði Kelly D’Angelo eftir dómaraákvörðun. Sunna er 3-0 á atvinnuferlinum en allir bardagar hennar hafa farið fram í Invicta.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular