T.J. Dillashaw berst um fluguvigtartitilinn gegn Henry Cejudo þann 19. janúar. 10 dögum fyrir vigtunina er Dillashaw ennþá nokkrum kílóum frá því að ná tilsettri þyngd.
Bantamvigtarmeistarinn T.J. Dillashaw ætlar niður í fluguvigt til að skora á meistarann Henry Cejudo. Þetta verður í fyrsta sinn sem Dillashaw fer niður í fluguvigt og hefur hann tekið sér góðan tíma í að léttast.
Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Brooklyn þann 19. janúar. Samkvæmt blaðamanninum Ryan McKinnell á ESPN var Dillashaw 138 pund (62,7 kg) í gærmorgun (8. janúar). Dillashaw þarf að vera 125 pund (56,8 kg) eða minna og á því tæp 6 kg eftir 10 dögum fyrir vigtunina.
@TJDillashaw just told us he woke up at 138lbs this morning. Sounds *very* confident in his weight cut. @MieshaTate @MMAonSiriusXM
— Ryan McKinnell (@RyanMcKinnell) January 9, 2019
Á myndunum af dæma af Dillashaw virkar hann tágrannur og gæti verið erfitt að losa sig við síðustu kílóin í niðurskurðinum. Dillashaw hafði þó tröllatrú á niðurskurðinum í viðtalinu við McKinnell.
Dillashaw ætlar að reyna að verða tvöfaldur meistari en þetta verður fyrsta titilvörn Cejudo.