spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTágrannur T.J. Daillashaw 6 kg frá því að ná fluguvigt 10 dögum...

Tágrannur T.J. Daillashaw 6 kg frá því að ná fluguvigt 10 dögum fyrir vigtun

T.J. Dillashaw berst um fluguvigtartitilinn gegn Henry Cejudo þann 19. janúar. 10 dögum fyrir vigtunina er Dillashaw ennþá nokkrum kílóum frá því að ná tilsettri þyngd.

Bantamvigtarmeistarinn T.J. Dillashaw ætlar niður í fluguvigt til að skora á meistarann Henry Cejudo. Þetta verður í fyrsta sinn sem Dillashaw fer niður í fluguvigt og hefur hann tekið sér góðan tíma í að léttast.

Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Brooklyn þann 19. janúar. Samkvæmt blaðamanninum Ryan McKinnell á ESPN var Dillashaw 138 pund (62,7 kg) í gærmorgun (8. janúar). Dillashaw þarf að vera 125 pund (56,8 kg) eða minna og á því tæp 6 kg eftir 10 dögum fyrir vigtunina.

Á myndunum af dæma af Dillashaw virkar hann tágrannur og gæti verið erfitt að losa sig við síðustu kílóin í niðurskurðinum. Dillashaw hafði þó tröllatrú á niðurskurðinum í viðtalinu við McKinnell.

 

View this post on Instagram

 

Killer workout last night with my crew! @bangmuaythai @philipefurao @jarchmma. #lean #jackedcity @boostmobile @virusintl @musclepharm

A post shared by tjdillashaw (@tjdillashaw) on

Dillashaw ætlar að reyna að verða tvöfaldur meistari en þetta verður fyrsta titilvörn Cejudo.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular