0

Tap Gunnars ekki breytt – úrslitin standa

Tap Gunnars Nelson fyrir Santiago Ponzinibbio stendur. Gunnar Nelson og hans lið kærðu úrslit bardagans eftir röð augnpota en UFC hefur ákveðið að láta úrslitin standa.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Paradigm Sports Management en Gunnar er kúnni umboðsskrifstofunnar og sér umboðsskrifstofan um hans mál í Bandaríkjunum.

Gunnar Nelson tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í Skotlandi í júlí. Ekkert íþróttasamband er í Skotlandi sem heldur utan um regluverk bardagakvöldanna eins og er í Las Vegas ríki eða í Brasilíu. Því er það UFC sem sér um regluverkið og er því í raun íþróttasambandið á viðburðum eins og í Skotlandi.

Santiago Ponzinibbio rotaði Gunnar í 1. lotu en ítrekað var potað í augu Gunnars í bardaganum. Gunnar og hans lið áfrýjuðu úrslitum bardagans til UFC í von um að sigurinn yrði dæmdur ógildur eftir augnpot Ponzinibbio. Málið hefur tekið afskaplega langan tíma en nú er ljóst að úrslitin standa.

Niðurstaða bardagans stendur því og telur UFC sig ekki hafa forsendur til að breyta úrslitum bardagans þrátt fyrir augljós brotin.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.