0

Myndband: Bjarki Þór fer með stórleik í heimagerðri auglýsingu

Bjarki Þór Pálsson skrifaði á dögunum undir styrktarsamning við Victory Beef í Bandaríkjunum. Til að launa þeim greiðann ákvað Bjarki Þór að gera skemmtilega auglýsingu.

Bjarki Þór Pálsson (3-0) á hreint út sagt stórleik í þessari auglýsingu fyrir Victory Beef. Victory Beef er bandarískt fyrirtæki og búgarður sem selur grasfóðrað nautakjöt.

„Victory Beef er að styrkja mig þannig að mig langaði að gefa þeim eitthvað í staðinn. Þegar ég heyrði lagið Wanted Dead or Alive með Bon Jovi um daginn og fékk ég þessa hugmynd,“ segir Bjarki Þór og hlær.

Bjarki Þór leikur kúreka í auglýsingunni rétt eins og Sindri Már. „Ég og Sindri höfum verið að leika okkur með tvo kúreka karaktera, Reggie Ray og Seabass. Þetta er eitthvað sem við byrjuðum á þegar við vorum í Arizona.“

Auglýsinguna má sjá hér að neðan en þess má geta að Victory Beef er einnig að styrkja Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Rúnar Hroði framleiddi myndbandið.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.