Tappvarpið snýr aftur eftir sumarfrí og var farið yfir helstu málefnin í MMA heiminum í nýjasta þættinum.
Þeir Pétur Marinó Jónsson og Ingimar Helgi Finnson voru í Tappvarpinu að þessu sinni. UFC 265 fer fram um helgina og vorum við alveg á síðasta séns að fara yfir kvöldið. Við fórum einnig yfir helstu fréttir síðustu vikna:
-UFC 126 sögustund
-Trillan
-AJ McKee og framtíð hans í Bellator
-Paul hornið
-Juliana Pena fær blaðamannaverðlaun ársins
-Derrick Lewis komist lengra en allir bjuggust við
-Lewis með rothögg á blaðamannafundi
-UFC er með sögulínu tilbúna fyrir Ngannou
Þáttinn má hlusta á öllum helstu hlaðvarpsveitunum.