0

Tappvarpið 17. þáttur: Dong Hyun Kim vs. Gunnar Nelson, UFC 203 og fleira

Tappvarpið podcastÍ 17. þætti Tappvarpsins fórum við aðeins yfir komandi bardaga Gunnars Nelson gegn Dong Hyun Kim, UFC 203 sem fram fer um helgina og margt fleira.

Bardagi Gunnars Nelson og Dong Hyun Kim var staðfestur nýlega en bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Belfast þann 19. nóvember. Ljóst er að Dong Hyun Kim er feikilega sterkur andstæðingur og verður þetta frábær prófraun fyrir Gunnar.

UFC 203 fer fram um helgina og fórum við vel yfir bardagakvöldið. Stipe Miocic og Alistair Overeem mætast í aðalbardaga kvöldsins þar sem þungavigtarbeltið verður í húfi. Þá fórum við einnig yfir hin ýmsu mál svo sem Demian Maia, Donald Cerrone vs. Robbie Lawler og bardaga Sunnu í Invicta.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.