Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentAftur missir Ian McCall andstæðinginn örfáum dögum fyrir bardaga

Aftur missir Ian McCall andstæðinginn örfáum dögum fyrir bardaga

ian-mccallIan McCall átti að mæta Ray Borg á UFC 203 á laugardaginn. Ray Borg getur hins vegar ekki keppt en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem andstæðingur McCall getur ekki barist.

Ian McCall hefur ekkert barist síðan í janúar 2015 ætlaði að snúa aftur í búrið á UFC 201 þann 30. júlí. McCall átti að mæta Justin Scoggins en Scoggins átti hræðilegan niðurskurð og gat ómögulega náð 125 punda fluguvigtartakmarkinu. Bardaginn var því blásinn af og vildi McCall fá að berjast sem fyrst.

Hann fékk því bardaga á UFC 203 um helgina gegn Ray Borg. Í morgun greindi MMA Latest frá því að Ray Borg sé veikur og geti ekki keppt. Óheppnin heldur því áfram að elta greyið Ian McCall sem hreinlega fær ekki að berjast.

McCall þarf því aftur að sætta sig við að hafa farið í gegnum langan undirbúning án þess að berjast. 11 bardagar munu því fara fram á UFC 203 í stað 12 eins og áður var planað.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular