Nýjasta Tappvarpið er komið á netið. Í þættinum töluðum við um mál Georges St. Pierre, óánægjuna sem virðist ríkja í UFC þessa stundina, Rondu Rousey og þær breytingar sem virðast vera framundan í UFC.
Georges St. Pierre lýsti því yfir á mánudaginn að hann hefði rift samningi sínum við UFC. UFC sendi skömmu síðar frá sér yfirlýsingu þess efnis að GSP sé enn undir samningi við UFC og gæti málið dregist á langinn.
Margir bardagamenn hafa lýst yfir óánægju sinni með UFC þessa dagana og fórum við aðeins yfir það. Þá virðast breytingar vera að eiga sér stað á rekstri UFC með komu nýrra eigenda og verður athyglisvert að fylgjast með framvindunni.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í hlaðvarpsþjónustu iTunes.