Nýjasta Tappvarpið er komið út en í þættinum fórum við ítarlega yfir bardaga Gunnars Nelson og Alex ‘Cowboy’ Oliveira. Bjarki Ómarsson og Guttormur Árni Ársælsson kíktu í heimsókn og fóru vel yfir málin.
Nú styttist heldur betur í bardaga Gunnars á UFC 231. Gunnar hefur undirbúið sig fyrir bardagann hér heima á Íslandi og fengið nokkra erlenda bardagamenn til að aðstoða sig. Bjarki Ómarsson er sá Íslendingur sem hefur sennilega æft hvað mest með Gunnari fyrir bardagann og sagði hann okkur hvernig æfingabúðirnar fyrir bardagann hafa verið. Þá ræddum við aðeins bardaga Tito Ortiz og Chuck Liddell um síðustu helgi.
Vegna tæknilegra örðugleika datt út umræðan okkar um bardaga Valentinu Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk og biðjumst við velvirðingar á því. Þáttinn má hlusta á hér að neðan.