Tuesday, May 21, 2024
HomePodcastTappvarpið 81. þáttur: UFC 244 uppgjör

Tappvarpið 81. þáttur: UFC 244 uppgjör

UFC 244 fór fram um síðustu helgi þar sem Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var gert upp í nýjasta Tappvarpinu.

Skurðurinn á Nate Diaz var umdeildur en eftir 3. lotu ákvað læknirinn að stöðva bardagann. Diaz og MMA aðdáendur voru mjög ósáttir við ákvörðun læknisins en Jorge Masvidal var með yfirhöndina allan bardagann. Skurðurinn var tekinn vel fyrir í Tappvarpinu sem og framhaldið hjá báðum bardagamönnum.

Darren Till sigraði Kelvin Gastelum eftir dómaraákvörðun í fremur óspennandi bardaga en hann var einstaklega einlægur í viðtölum eftir bardagann. Staðan í millivigt er frekar flókin núna þar sem enginn augljós áskorandi er til staðar fyrir Israel Adesanya.

Þáttinn má hlusta á hér að neðan og í helstu hlaðvarpsþjónustum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular