Saturday, September 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img

Logi Geirsson varð Norðurlandameistari!

Norðurlandamótið í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fór fram um síðustu helgi í Danmörku en þátttakendur voru frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hvert land mátti senda einn keppenda í hverjum þyngdarflokki. Alls kepptu fjórir keppendur fyrir Íslands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Bergmann Kristjánsson í léttivigt, Mikael Aclipen í veltivigt, Logi Geirsson í millivigt og Júlíus Bernsdorf í þungavigt. Gunnar Nelson fylgdi hópnum sem þjálfari ásamt fleirum.

Norðurlandamótið í MMA hefst í dag, föstudag

Norðurlandamótið í MMA verður haldið í Glostrup, Danmörku um helgina. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem keppendur á föstudeginum geta unnið...

Kyle Sleeman er á leiðinni til landsins

Kanadamaðurinn Kyle Sleeman, margverðlaunaður BJJ-keppandi, kemur til landsins og heldur Seminar 20. - 22. september. Kyle er mjög virkur BJJ-keppandi og hefur gefið út mikið af kennsluefni á Youtube og BJJ Fanatics. Kyle er mikill Íslandsvinur og hefur áður haldið Seminar sem fékk einróma lof þátttakenda.