Gunnar Nelson berst í kvöld gegn Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn. Í nýjasta videobloggi Mjölnis fyrir bardagann má kíkja á bakvið tjöldin í niðurskurðinum fyrir bardagann.
Gunnar Nelson og Gilbert Burns náðu báðir vigt í gær. Niðurskurðurinn var auðveldur eins og vanalega fyrir Gunnar og þurfti hann bara að taka létta gufu í gærmorgun til að vera í tilsettri þyngd.
Gunnar hitti líka UFC lýsendurna á fimmtudeginum í léttu spjalli og tók svo stutta æfingu um kvöldið. Niðurskurðurinn á föstudeginum var auðveldur en lyfturnar á hótelinu voru ekki að virka sem skildi og þurfti Gunnar að taka stigann sem fór ekki alveg eins og búist var við.