Thiago Alves getur ekki mætt Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn eins og til stóð. Alves fékk sýkingu og getur því ekki barist eins og til stóð.
Gunnar Nelson átti að mæta Thiago Alves á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn þann 28. september. MMA Fighting hefur nú greint frá því að Thiago Alves geti ekki barist og er Gunnar því án andstæðings á þessari stundu.
Thiago Alves fékk sýkingu sem leiddi til nýrnasteina. Alves er kominn á sýklalyf og má ekki æfa fyrr en eftir mánuð. Alves vonast til að snúa aftur í búrið í nóvember að desember.
Unfortunately due to very unexpected illness I am forced to withdraw from this fight. My focus now is to get 100% healthy so I can get back to do what I love. I should be back in the octagon November/December. Thanks @ufc and @seanshelby for opportunity to chase my dreams. Osss https://t.co/Ig4mjmPpyC
— Thiago Pitbull Alves (@ThiagoAlvesATT) September 12, 2019
Þetta er í áttunda sinn sem Alves hefur þurft að hætta við bardaga í UFC vegna meiðsla eða veikinda. Þetta er í fjórða sinn sem Gunnar missir andstæðing og í fyrsta sinn síðan 2015.
Gunnar Nelson er sem stendur án andstæðings en óvíst er hvort UFC finni nýjan andstæðing í tæka tíð.