Sunday, May 19, 2024
HomeForsíðaThiago Silva rekinn (aftur) og Anthony Johnson í bann

Thiago Silva rekinn (aftur) og Anthony Johnson í bann

UFC leysti Thiago Silva aftur undan samningi sínum í gærkvöldi og rétt eftir þær fréttir bárust fregnir af því að Anthony Johnson hafi verið settur í bann.

UFC gaf út tvær yfirlýsingar í gærkvöldi. Fyrst var tilkynnt að Thiago Silva hefði aftur verið leystur undan samningi sínum í kjölfar þess að vera handtekinn eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi eiginkonu sína. Ákæran var felld niður sökum skorts á sönnunargögnum. Nú hefur fyrrverandi eiginkona hans gefið út myndband þar sem hún segir hann vera á eiturlyfjum, vopnaðan, að leita að manneskju sem á að vera að fela sig inni hjá þeim.

Síðar barst önnur yfirlýsing frá UFC. Kvað sú að Anthony „Rumble“ Johnson hafi verið settur í bann, sökum þess að barnsmóðir hans hafi beðið um nálgunarbann gegn honum þar sem Johnson er sagður hafa bæði hótað henni og beitt hana ofbeldi. UFC lýstu því einnig yfir að þeir væru með óháða lögfræðinga að skoða málið. Johnson hefur verið að gera það mjög gott í léttþungavigtinni undanfarið, svo málið kemur upp á versta tíma fyrir feril hans.

Það sést að UFC er að passa upp á ímynd sína eins vel og þeir geta. Ameríski fótboltinn (NFL) í bandaríkjunum hefur verið að glíma við svipuð vandamál en nýlega kom upp stórt mál þar sem fyrrverandi hlaupari Baltimore Ravens, Ray Rice, náðist á upptöku rota eiginkonu sína í lyftu. Ravens leystu Rice einmitt undan samningi sínum og NFL setti hann í bann.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Skil ekki alveg báðir kærðir, en fallið frá kæru hjá silva og ekkert komið úr hinni kærunni.
    Samt báðir reknir!? Er þá bara nóg að ásaka bardagamenn um glæp þá missa þeir vinnuna?

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular