spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór tryggði sér titilinn í Wales!

Bjarki Þór tryggði sér titilinn í Wales!

bjarki þór titill
Mynd: Jón Viðar Arnþórsson. Bjarki með beltið góða.

Þrír Íslendingar börðust í Wales fyrr í kvöld. Bardagamennirnir okkar stóðu sig frábærlega og uppskáru tvo sigra og eitt naumt tap.

Birgir Örn mætti Bobby Pallett. Báðir bardagamenn sýndu tæknilegt sparkbox í fyrstu lotu. Pallett náði góðum spörkum en Birgir Örn sýndi flott sparkbox sjálfur. Í 2. lotu náði Pallett fellu en Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett. Í 3. lotu át Birgir hausspark en glotti bara. Skömmu seinna náði Birgir að vanka Pallett og endaði á að sigra eftir rothögg í 3. lotu! Frábær sigur gegn sterkum andstæðingi. Rothöggið af hjá Birgi má sjá hér í endursýningu hér að neðan.

Diego Björn Valencia mætti pólsum glímumanni að nafni Amadeusz Arczewski. Arczewski náði fellu í fyrstu lotu og komst í “mount” stöðuna. Diego náði að snúa stöðunni við og endaði ofan í þegar 1. lotan endaði. Í 2. lotu fór Diego í fellu og náði kröftugri fellu á Arczewski. Arczewski reyndi “kimura” en Diego varðist vel. Bardaginn fór í dómaraákvörðun þar sem Arczewski sigraði eftir einróma dómaraákvörðun, 29-28.

Síðastur af Íslendingunum var Bjarki Þór Pálsson. Hann mætti Anthony O’Connor í síðasta bardaga kvöldsins en bardaginn var titilbardagi í léttvigt. Bjarki náði fellu í 1. lotu en O’Connor náði að standa upp. Í 2. lotu skiptust þeir á höggum í upphafi lotunnar áður en O’Connor skaut í fellu. O’Connor kláraði felluna en Bjarki Þór náði á sama tíma að læsa “guillotine” hengingu. Hengingin var þétt og neyddist O’Connor til að gefast upp. Bjarki Þór sigraði Anthony O’Connor og afhendi honum hans fyrsta tap. Frábær sigur hjá okkar manni!

Frábært kvöld hjá okkar mönnum, tveir glæsilegir sigrar og eitt naumt tap.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular