Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÓmar Yamak: Reyni bara að spila minn leik

Ómar Yamak: Reyni bara að spila minn leik

ómar yamak 2
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þann 13. september fór fram Grettismót Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu. Hinn ungi og efnilegi Ómar Yamak sigraði -68 kg flokkinn og keppti auk þess í úrslitum opna flokksins. Við spjölluðum við hann stuttlega um mótið, skemmtilegar glímugreiningar hans og æfingaraðferðir hans.

Ómar, sem er aðeins tuttugu ára gamall, hefur æft íþróttina í rúm þrjú ár og því er árangur hans á mótinu sérlega góður. Sjálfur segist Ómar vera sáttur með árangurinn og að það sé alltaf jafn lærdómsríkt að taka glímurnar saman eftir mót, greina mistök og reyna að bæta sig í kjölfarið. En hvernig var undirbúningurinn fyrir þetta mót?

„Upp á síðkastið hef ég verið að drilla (æfa tækni) aðeins meira en ég hef vanalega gert og ég býst við að ég haldi því áfram. Svo eru nýju drill tímarnir hjá Axel alveg frábærir. Ég drilla þá snemma dags og glími um kvöldið. Síðastliðinn mánuð eða svo hef ég verið að einbeita mér að guardpassi og mikið verið að leika mér með legdrag. Svona viku eða tvær fyrir mót finnst mér fínt að vera ekki að pæla alltof mikið í nýrri tækni og einbeiti mér frekar að því sem ég kann og er orðinn þokkalegur í,“ segir Ómar en hann er fjólublátt belti í íþróttinni.

Ómar býr yfir mjög yfirveguðum glímustíl og þykir nokkuð teknískur þegar hann glímir. Margir af andstæðingum hans á mótinu síðastliðna helgi voru kappar sem hann hefur keppt við áður og sumir jafnvel reglulegir æfingafélagar. Með það í huga, keppir hann mismunandi eftir því hver andstæðingurinn er?

„Kannski aðeins. Ég tók aðeins eftir því á þessu móti að ég hafði meiri tilhneigingu til að setjast í guard á móti þyngri andstæðingum heldur en á móti þeim sem eru í svipaðari þyngd. Annars reyni ég að pæla ekki of mikið í gameplan fyrir mót. Á mótum hérna heima þekkir maður oft andstæðinginn og hans leik, þannig að maður veit stundum hvað maður á að forðast og þess háttar. Hins vegar held ég að það sé ekkert alltof gott að pæla of mikið í þessu, því þegar þú ferð út að keppa munt þú örugglega ekkert þekkja andstæðing þinn. Þess vegna reyni ég oftast bara að spila minn leik .“

Ómar Y

Ómar hefur verið duglegur að birta myndbönd á Youtube þar sem hann greimir glímur annara. Finnst honum slíkt gagnast vel þegar það kemur að því að bæta eigin tækni?

„Ég horfi mikið á jiu-jitsu og leik mér stundum að því greina glímurnar sem mér finnst áhugaverðar, svona til að hjálpa heilanum að taka þær inn. Upp á síðkastið hef ég verið að búa til svona breakdown myndbönd þar sem ég fer yfir ákveðið concept eða tækni sem ég tek eftir hjá einhverjum heimsklassa jiu-jitsu keppanda. Mér finnst það hjálpa mínu game’i mikið að skoða hvað aðrir gera vel og reyna móta það inn í minn leik.“

Næst á dagskrá hjá Ómari er Opna sænska meistaramótið 15. nóvember en það mót er einskonar óopinbert norðurlandamót í BJJ. Það verður jafnframt stærsta mót sem Ómar hefur tekið þátt í. Að lokum vill Ómar þakka öllum æfingafélögunum og þjálfurunum í Mjölni kærlega fyrir.

Við óskum Ómari góðs gengis á Opna sænska og þökkum honum kærlega fyrir viðtalið.

Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Ómari.

https://www.youtube.com/watch?v=ZGuViBAtDEo&feature=youtu.be

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular