Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Hunt vs. Nelson

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Hunt vs. Nelson

mark huntoÍ aðalbardaga UFC Fight Night: Hunt vs. Nelson mættust tveir stórir strákar í bardaga sem nánast var fullvíst að myndi enda með rothöggi. Þetta bardagakvöld, sem fór fram í Japan, bauð upp á gamlar kempur á borð við Takanori Gomi auk þess sem fyrsti UFC kvennbardaginn í Japan leit dagsins ljós.

Margir biðu með eftirvæntingu eftir aðalbardaga kvöldsins en þar mættust tveir af höggþyngri einstaklingunum í UFC – Mark Hunt og Roy Nelson. Báðir eru með gífurlega harða höku en Roy Nelson hafði aðeins einu sinni verið rotaður á ferlinum (gegn Arlovski 2008) Þá hefur Nelson aldrei sigrað UFC bardaga á annan veg en með rothöggi en allir sjö sigrar hans hafa verið eftir rothögg eða tæknilegt rothögg. Það þótti því nokkuð ljóst að þessi bardagi myndi ekki enda með dómaraúrskurði.

Roy Nelson reyndi ítrekað að hitta Hunt með sinni þekktu yfirhandar hægri en Hunt hreyfði sig vel og kom sér oftast undan höggum Nelson. Í annari lotu var farið að hægjast verulega á Nelson og Hunt gerði sér lítið fyrir og veitti honum fyrsta rothöggs tapið í UFC eftir glæsilegt upphögg.

mark hunt gif

Ferill Mark Hunt er því á góðri leið með að verða öskubuskusaga. Árið 2010 tapaði hann sjötta bardaga sínum í röð þegar Sean McCorkle sigraði hann í fyrsta bardaga UFC 119.  Á þeim tímapunkti var hann 37 ára, með 5-7 bardagaskor og leit ekki út eins og maður sem ætti mikið eftir af ferlinum. Síðan þá hefur hann sigrað fimm af sjö og aðeins tapað fyrir fyrrum meistara Junior Dos Santos. Hunt er því stutt frá því að fá tækifæri til að berjast um titilinn, fertugur að aldri.

Miles Jury heldur áfram sigurgöngu sinni í léttvigtinni eftir að hann rotaði Takanori Gomi og hefur nú sigrað sex bardaga í röð í UFC og er með bardagaskorið 15-0. Jury hefur tekið miklum framförum síðan hann sigraði TUF 15 og er nú með þeim efnilegri í gífurlega sterkri léttvigardeild UFC.

miles jury ko gif

Miesha Tate sýndi og sannaði að hún er stöðugt að bæta sig þegar hún sigraði Rin Nakai á sannfærandi hátt 30-27. Nakai er sterk glímukona en er einfaldlega allt of stutt fyrir þyngardflokkinn og átti ekki séns standandi gegn Tate. Eftir bardagann lýsti Tate yfir áhuga á að mæta Cat Zingano í annað sinn. Zingano hefur einnig lýst áhuga á að mæta Tate og verður það að þykja næsta rökrétta skref í kvennadeildinni þar sem Ronda Rousey hefur nýlega sigrað flesta alvöru áskorendur.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular