spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞjálfarar Johnson mjög ósáttir með frammistöðu hans

Þjálfarar Johnson mjög ósáttir með frammistöðu hans

Anthony JohnsonÞjálfarar Anthony Johnson voru mjög hissa á frammistöðu hans í bardaganum gegn Daniel Cormier. Ef hlustað er á hornið má heyra þá furða sig á ákvörðunum Johnson.

Daniel Cormier sigraði Anthony Johnson eftir „rear naked choke“ í 2. lotu í titilbardaganum á UFC 210 í gær. MMA Junkie hlustaði á hornið hjá Johnson í bardaganum og þar mátti heyra hve hissa þjálfarar hans voru á frammistöðu Johnson.

Johnson reyndi ítrekað að taka Cormier niður sem kom verulega á óvart. Það var augljóslega ekki hluti af leikáætluninni fyrir bardagann eins og heyra má á þjálfurum hans.

Eftir bardagann ákvað Johnson að hætta og reyndi að fá þjálfara sína til sín. Þeir voru hvergi sjáanlegir og höfðu yfirgefið svæðið í pirringi.

Hér má lesa hvað yfirþjálfari hans, Henri Hooft, og aðrir þjálfarar voru að segja á meðan á bardaganum stóð.

1. lota:

Annar þjálfari: Taktu þér þinn tíma. Flott, taktu þér þinn tíma. Ekki taka hann niður.

Hooft: Ekki glíma við hann.

Annar þjálfari: Ef þú ætlar að glíma, farðu þá í single leg.

Hooft: Þú þarft ekki að glíma við hann AJ. Slakaðu á.

Annar þjálfari: Ekki glíma við hann.

Hooft: Komdu þér þaðan út.

Neil Melanson glímuþjálfari: Notaðu hendurnar.

Annar þjálfari: Af hverju er hann að glíma við hann?

Hooft: Þetta er heimskulegt.

Annar þjálfari: Af hverju er hann að glíma við hann?

Hooft: Andskotinn hafi það maður, komdu þér frá búrinu.

Annar þjálfari: Komdu þér burt.

Annar þjálfari: Af hverju er hann ekki að hlusta?

(Dómarinn John McCarthy aðskilur þá upp við búrið og Johnson hittir með sparki)

Annar þjálfari: DC er strax orðinn þreyttur, hann þarf ekki að gera þetta.

Annar þjálfari: Af hverju er hann ekki að hlusta?

Hooft: Ég veit ekki af hverju hann er að gera þetta. Trúi ekki eigin augum.

Hlé eftir fyrstu lotu:

Hooft: Geturu sagt mér af hverju þú ert að glíma við hann? Ekki glíma við hann núna. Haltu fjarlægð. Haltu þér frá honum, tveimur skrefum frá honum. Af hverju hefuru svona miklar áhyggjur af öllu? Spörkin og hnén eru mjög góð en samt engin spörk. Hvar eru hendurnar þínar?

Annar þjálfari: Þú stendur þig vel. Ekki (óskýrt) glíma við hann.

Hooft: Ef þú heldur þér frá honum er þetta leikur einn. Af hverju að gera þetta svona erfitt?

2. lota

Hooft: Hreyfanlegur. Svona já, haltu fjarlægðinni.

(Johnson fer aftur í fellu)

Hooft: Þú þarft að halda fjarlægð.

Hooft: Ég ætla ekki að segja neitt.

(Cormier nær Johnson í gólfið og reynir að ná hengingunni)

Hooft: Þetta er alveg eins og síðast.

(Johnson tappar út eftir rear naked choke)

Hooft: Hvers vegna? Hvers vegna í andskotanum gerist þetta í hvert einasta skipti? Þetta er fáranlegt.

Hér má lesa óþýdda útgáfu af því sem hornið sagði við Johnson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular