spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞjálfari Diaz: Nate ætti að fá að minnsta kosti 20 milljónir dollara...

Þjálfari Diaz: Nate ætti að fá að minnsta kosti 20 milljónir dollara fyrir þriðja bardagann gegn Conor

Boxþjálfari Nate Diaz, Richard Perez, telur að Nate Diaz ætti að fá 20-30 milljónir dollara fyrir að berjast við Conor McGregor í þriðja sinn. Nate Diaz hefur helst verið nefndur til sögunnar sem líklegasti næsti andstæðingur fyrir Conor McGregor.

Nú þegar Conor McGregor hefur lokið boxævintýri sínu (í bili að minnsta kosti) er stóra spurningin hver verður næsti andstæðingur hans ef hann snýr aftur í UFC. Nate Diaz virðist vera líklegastur en fyrstu tveir bardagar þeirra voru báðir frábærir og vilja margir sjá þá berjast í þriðja sinn.

Nate Diaz sigraði fyrri bardagann eftir að hafa komið inn með aðeins 11 daga fyrirvara. Nate kláraði Conor með hengingu í 2. lotu og varð gríðarlega stór stjarna fyrir vikið.

Conor náði fram hefndum á UFC 202 fyrir ári síðan í einum besta bardaga allra tíma. Conor sigraði Nate Diaz eftir dómaraákvörðun í mögnuðum fimm lotu bardaga en UFC 202 var stærsta bardagakvöld UFC með tilliti til Pay Per View talna.

Þar fékk Nate Diaz tvær milljónir dollara í uppgefnum launum og hefur hann ekki barist síðan. Nú vill boxþjálfari hans meina að Nate eigi að fá tífalt betur borgað.

„Hann ætti að fá að minnsta kosti 20-30 milljónir dollara. UFC er að græða helling og halda því fyrir sig. Þeir borga McGregor betur og það er ekki sanngjarnt þar sem það þarf tvo í hringinn til að draga að fólkið. Þetta er eins og þegar Mayweather barðist við Andre Berto. Það var ekki einu sinni uppselt, það var vandræðalegt. Berto dró ekki fólkið að. Það er það sem ég er að segja, það eru bardagamennirnir sem draga að fólkið og þriðji bardagi Nathan og McGregor yrði frábær. Allir vita það. Þannig að hann þarf að fá að minnsta kosti 30 milljónir dollara,“ sagði Perez við Submission Radio.

Nate Diaz hefur áður sagt að hann hafi lítin áhuga á að berjast nema það sé gegn Conor McGregor. 20 milljónir dollara myndu svo sannarlega fá Nate til að snúa aftur í búrið en ólíklegt er að UFC bjóði honum slíka upphæð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular