Sunday, April 21, 2024
HomeErlentÞjálfari Rafael dos Anjos: Ætlum að brjóta hug Conor

Þjálfari Rafael dos Anjos: Ætlum að brjóta hug Conor

rafael_dos_anjos_beltYfirþjálfari Rafael dos Anjos, Rafael Cordeiro, segir að þeir ætli sér að brjóta Conor McGregor. Kapparnir mætast á UFC 197 þann 5. mars í Las Vegas.

Rafael Cordeiro er yfirþjálfari Kings MMA í Bandaríkjunum. Meðal nemenda hans eru þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum og léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos. Þá var hann maðurinn á bakvið Chute Boxe liðið í Brasilíu á sínum tíma en þar æfðu menn á borð við Shogun Rua og Wanderlei Silva er þeir voru upp á sitt besta.

„Við höfum ekki fengið 100% staðfestingu frá UFC og erum við enn að bíða eftir því,“ sagði Cordeiro í viðtali við Sherdog um bardaga dos Anjos gegn Conor McGregor. „Af okkar hálfu er þetta klappað og klárt. Þið verðið að hafa í huga að McGregor óskaði eftir þessum bardaga. Rafael hlakkar til að taka á móti honum í léttvigtinni og mun bjóða hann velkominn á grimmann máta.“

Conor McGregor tryggði sér fjaðurvigtartitilinn með sigri á Jose Aldo í desember. Hann er því ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og hefur nú skorað á léttvigtarmeistarann Rafael dos Anjos.

„Conor er bardagamaður sem við höfum fulla trú á að við getum sigrað. Hann er að koma upp úr lægri þyngdarflokki og hann getur verið viss um að mæta sterkum meistara sem mun ekki breyta stíl sínum. McGregor hefur sýnt að hann er frábær íþróttamaður en við höfum fimm lotur til að vinna hann. Rafael ætlar að vinna hann, ekki bara líkamlega heldur líka andlega. Hann ætlar að brjóta hug hans í búrinu. Ég held að Rafael muni klára hann á hrottafenginn hátt líkt og hann hefur klárað sína síðustu bardaga.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular