spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞjálfari Sato: Sato er mjög höggþungur

Þjálfari Sato: Sato er mjög höggþungur

Jason Strout, þjálfari Takashi Sato, er spenntur fyrir bardaga Sato og Gunnars. Strout er á því að þegar bardagi er settur saman með stuttum fyrirvara býður það upp á skemmtilegustu bardagana.

Jason Strout er kickbox þjálfari hjá Sanford MMA. Sato hefur verið hjá Sanford MMA í Flórída í rúm tvö ár og hefur Strout séð miklar framfari.

„Sato er búinn að bæta sig mikið og sérstaklega í gólfglímunni og fellunum. Hann hefur alltaf verið góður standandi og með fullt af rothöggum þegar hann lætur vinstri höndina flakka. En hann er líka afslappaðri og líður betur. Við erum með marga skrokka hérna, marga mismunandi stíla, góða jiu-jitsu gæja, góða kickboxara, hann hefur séð þetta allt og undirbúið sig vel,“ segir Strout.

Sato hefur ekki barist síðan í nóvember 2020 en hefur verið lengi að bíða eftir bardaga. Sato hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að taka bardagann gegn Gunnari með rúmlega tveggja vikna fyrirvara. „Hann er alltaf að bíða eftir bardaga. Hann er alltaf tilbúinn og var mjög spenntur þegar hann fékk símtalið.  Það er gaman að vinna með svona fólki. Það er ekki mikið hægt að gera með svona skömmum fyrirvara.“

„Það er oft gott að fá svona bardaga með skömmum fyrirvara því þá ofhugsaru þetta ekki. Þetta er bara hann á móti öðrum gæja. Tveir mjög hæfileikaríkir bardagamenn að gera það sem þeir gera best.“ 

Strout þekkir vel til Gunnars en hann sá hann við æfingar hjá Renzo Gracie fyrst þegar Gunnar æfði þar 2008-2009. „Gunnar er mjög sérstakur og gaman að horfa á hann og það er Sato líka svo þetta verður góður bardagi.“

Gunnar tapaði fyrir Gilbert Burns í sínum síðasta bardaga en Burns æfir einmitt með Sato hjá Sanford MMA. „Gilbert hjálpaði smávegis, hann er alltaf að vinna með honum [Sato], en Gunnar er ólíkur Gilbert. Það er enginn einn ákveðinn einstaklingur sem getur hjálpað Sato, þess vegna verður þetta gaman. Tveir ólíkir stílar. Þegar bjallan hringir þá er þetta bardagi og sjáum hvað gerist.“

„Stíll Sato hentar vel gegn Gunnari. Sato getur slegið vel frá sér, og örugglega Gunnar líka en ég hef aldrei fengið högg frá honum. Við þurfum að sjá hvað gerist og ég held auðvitað með mínum manni og vonast eftir góðum bardaga.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular