spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞjóðhetjan Manny Pacquiao

Þjóðhetjan Manny Pacquiao

Aðeins nokkrir dagar eru í einn stærsta boxbardaga allra tíma þegar Floyd Mayweather og Manny Pacquioa mætast. Útlit er fyrir að bardaginn muni slá öll met hvað varðar tekjur en ekkert þessu líkt hefur gerst í MMA. Í tilefni af því ætlum við að fara yfir feril beggja bardagamanna og byrjum á Manny Pacquiao.

Manny Pacquiao er magnaður einstaklingur, fimm barna faðir og þingmaður. Hann ólst upp við mikla fátækt í Filippseyjum sem olli því að hann hætti í skóla mjög ungur en bætti upp fyrir það síðar á lífsleiðinni. Pacquiao hefur barist sem atvinnumaður í hnefaleikum síðan 1995 en þess má geta að hann barðist tíu sinnum það ár, samtals 48 lotur.

Það er erfitt að finna myndbönd af fyrstu bardögum Pacquiao. Bardaginn hér að neðan er sagður fyrsti bardagi hans en þetta er reyndar áttundi bardagi hans (gegn Renato Mendones í október 1995). Það er gaman að sjá Pacquiao svo ungan en þarna er hann aðeins 16 ára gamall (lítur samt út fyrir að vera svona 12 ára).

https://www.youtube.com/watch?v=nOf5FO6_VPs

Stíllinn hans einkennist af vinnusemi, pressu, hreyfanleika og höggþunga. Hann er örvhentur og stólaði mikið á baneitraða beina vinstri hendi framan af á ferlinum. Undir handleiðslu þjálfarans Freddy Roach varð hann fjölhæfur boxari sem gat meitt menn með báðum höndum sem varð lykillinn að langlífi ferils hans og velgengni.

Young-Manny

Ferill Manny Pacquiao byrjaði í Filippseyjum en hann varð ekki stjarna fyrr en hann fór til Bandaríkjanna. Gjörsamlega óþekktur samþykkti hann bardaga með tveggja vikna fyrirvara gegn afríska meistaranum Lehlohonolo Ledwaba í Las Vegas árið 2001. Pacquiao lambdi Ledwaba sundur og saman og kláraði bardagann í sjöttu lotu. Eftir það var ekki aftur snúið.

Manny Pacquiao var ekki orðinn stjarna en þeir sem þekktu til í bransanum fylgdust með honum. Einu jafntefli og fjórum sigrum síðar fékk hann hættulegasta andstæðing sem hann hafði mætt, Marco Antonio Barrera. Á þessum tímabunkti var Barrera stjórstjarna eftir frábæra bardaga gegn Erik Morales, ‘Prince’ Naseem Hamed og Johnny Tapia. Barrera fann hins vegar ekki lausn á beinu hendi Manny Pacquiao og var rotaður í fyrsta og eina skiptið á ferlinum.

manny barrera
Pacquiao og Barrera

Eftir sigurinn á Barrera var Manny Pacquiao tekinn í dýrlingatölu á Filippseyjum. Á næstu árum barðist hann nánast eingöngu við Mexíkana sem réðu ríkjum í súperfjaðurvigt (eða léttveltivigt, 140 pund). Þar á meðal voru goðsagnir eins og Erik Morales og Juan Manuel Marquez sem báðir settu sitt mark á feril Manny Pacquiao. Erik Morales sigraði fyrsta bardagann sannfærandi á stigum en Pacquiao sigraði næstu tvo á röthöggi og lét Morales líta illa út. Juan Manuel Marquez hefur gengið best gegn Pacquiao. Í fyrsta bardaga þeirra var Marquez sleginn niður þrisvar í fyrstu lotu en tókst að lifa af og vinna nægilega margar lotur til að knýja fram jafntefli. Pacquiao sigraði næstu tvo bardaga naumlega á stigum en var illa rotaður í fjórða bardaganum.

Fyrir utan mexíkanska stríðsmenn hefur Manny Pacquiao afgreitt alþjóðlegar stjörnur eins og Ricky Hatton, Shane Mosley, Miguel Cotto og Oscar De La Hoya. Á undanförnum 15 árum hefur hann aðeins tapað tvisvar. Annað tapið var mjög umdeilt tap á stigum gegn Timothy Bradley sem hann hefndi fyrir. Hitt tapið var rothöggið gegn Juan Manuel Marquez þar sem hann hljóp inn í höggið og rotaðist samstundis.

hatton ko
Pacquiao rotar Hatton

Manny Pacquiao er 36 ára gamall en hann er ennþá hraður og tæknilegur. Ef hann mætir með fullkomna bardagaáætlun gegn Floyd Mayweather getur hann hæglega unnið. Hann mun sennilega þurfa að beita pressu og miklum höggfjölda og sigra varnarsnillinginn á stigum. Hann mun þurfa að passa sig á eitruðum gagnhöggum Mayweather og taka þetta á vinnusemi og úthaldi. Takist honum það verður hann eflaust gerður að konungi Filippseyja.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular