Tuesday, April 16, 2024
HomeForsíðaUFC tekur titilinn af Jon Jones - Berst ekki á UFC 187

UFC tekur titilinn af Jon Jones – Berst ekki á UFC 187

Einn besti bardagamaður heims er ekki lengur UFC meistari. UFC hefur ákveðið að setja Jones í bann og um leið taka léttþungavigtartitilinn af honum. Daniel Cormier og Anthony Johnson munu berjast um beltið á UFC 187.

Dana White tilkynnti þetta á Fox Sports 1 rásinni í gærkvöldi. White hitti Jones í gærkvöldi í Albuquerque ásamt Lorenzo Fertitta (CEO hjá UFC) og Lawrence Epstein (COO hjá UFC). Jones er nú í banni í UFC.

Á sunnudaginn hófst orðrómur á Twitter þar sem haldið var fram að Jones myndi ekki berjast á UFC 187. Jones er grunaður um að hafa valdið þriggja bíla árekstri á sunnudag og flúið vettvang. Marijúana pípa með marijúana fannst í bílnum og er Jones grunaður um að hafa verið undir áhrifum á meðan hann keyrði. Jones var ákærður fyrir atvikið í gær.

Til stóð að Jones myndi verja léttþungavigtartitil sinn þann 23. maí gegn Anthony Johnson. Daniel Cormier mun taka hans stað en Cormier átti að mæta Ryan Bader í júní.

Hegðun Jones sem meistari hefur ekki beint verið til fyrirmyndar utan búrsins. Á myndinni hér að neðan má sjá helstu brotin hans.

Screen Shot 2015-04-29 at 08.31.00

Vonandi verður þetta til þess að Jones fari að haga sér betur. Jones hefur eyðilagt gríðarlega mikið fyrir sjálfum sér með þessari hegðun og nú hefur það haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er sorgardagur fyrir UFC en vonandi fær Jones þá hjálp sem hann þarf. Þetta er ekki eitthvað sem sólarhringsmeðferð lagar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular