spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞórður Bjarkar: Það mun ekkert stöðva mig nema dauðinn

Þórður Bjarkar: Það mun ekkert stöðva mig nema dauðinn

þorðurÞórður Bjarkar Árelíusson keppir þann 27. mars ásamt fjórum öðrum frá VBC í Muay Thai. Þórður ræddi við MMA fréttir um undirbúninginn fyrir bardagann.

Þórður hefur á undanförnu keppt í boxi með góðum árangri. Hann hefur sigrað seinustu tvo bardaga með miklum yfirburðum og verið valin boxari kvöldsins. Nú skiptir hann yfir í Muay Thai en bardagi hans verður meðal aðalbardaga kvöldsins.

„Ég breyti voðalega litlu undirbúningslega séð. Eina sem ég breyti fyrir box bardaga er að ég sparra meira box en fer samt á Muay Thai æfingar,“ segir Þórður.

Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega. „Ég er vel undirbúinn andlega en er ekki búin að vera í því líkamlega formi sem ég vildi vera vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá mig síðastliðið hálft ár. Ég mæti á Muay Thai æfingar hjá James Davis og vinn einnig sjálfur í tækni. Ég hef verið að fara í Spartanþrek sem er hérna í stöðinni en hef þó ekki verið nógu duglegur vegna bakmeiðslanna.“

Þórður segir að það hafi aldrei verið inn í myndinni að hætta við bardagann vegna meiðslanna. „Ég er með markmið og það mun ekkert stöðva mig nema dauðinn. Annars reddast þetta allt ef ég fæ gott að borða. Ég fæ tvær máltíðir á dag frá Bangok á Smiðjuvegi svo þetta gæti verið verra.“

Þórður hefur barist þrisvar í Muay Thai en þeir bardagar hafa verið í D og C-flokki. Nú berst hann í B-flokki í fyrsta sinn en þar má ekki hnjáa í andlit né nota olnboga og legghlífar eru ekki notaðar. „Það leggst mjög vel í mig, ég hlakka mikið til. Það er mikill munur á flokkunum og allt annar leikur að vera með legghlífar og vera ekki með þær. Það eru einnig fleiri lotur og erfiðari andstæðingar í B-flokki.“

Þórður er einn af fimm Íslendingum sem keppir á kvöldinu en þeir Sæmundur Ingi Margeirsson, Valdimar Jónsson, Viktor Freyr og Örnólfur Þór Guðmundsson keppa einnig. Þórði lýst vel á möguleika sína og möguleika hinna íslensku keppandana en hann hefur verið þjálfari þeirra margra. „Ég tel möguleikana mína vera góða og hinna íslensku keppendanna líka, en þeir hafa verið að æfa stíft og leggja hart að sér. Þeim hefur farið mikið fram undanfarið.”

Stefnan hjá Þórði er sett til Tælands í ágúst á Royal World Cup keppnina og svo bara að berjast sem oftast og hafa gaman.

Sjá einnig: Fimm frá VBC á eitt stærsta Muay Thai mót Evrópu

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular