spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞorgrímur: Á nóg inni og er á réttri leið

Þorgrímur: Á nóg inni og er á réttri leið

Þorgrímur Þórarinsson berst á laugardaginn á Caged Steel bardagakvöldinu í Doncaster. Þetta verður þriðji MMA bardagi Þorgríms og hefur hann safnað vel í reynslubankann síðan hann barðist síðast.

Þorgrímur (1-1) keppir sinn þriðja áhugamannabardaga á laugardaginn en þá berst hann um áhugamanna veltivigtartitil Caged Steel (CSFC) bardagasamtakanna. Þorgrímur tók sinn fyrsta MMA bardaga í maí í fyrra í Færeyjum. en bardagann sigraði hann með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Þorgrímur tók svo sinn annan bardaga í október í fyrra þar sem hann tapaði eftir dómaraákvörðun. Það var bardagi sem Þorgrímur lærði mikið af og telur sig eiga mikið inni.

„Ég á nóg inni og er á réttri leið. Smávægileg tæknileg atriði í mínum síðasta bardaga sem ég vann í strax eftir bardagann en annars var ég bara sáttur með frammistöðuna. Tapaði eftir dómaraákvörðun og fattaði að mér er alveg sama hver niðurstaða dómaranna er ef ég er ánægður með mína frammistöðu,“ segir Þorgrímur.

Nokkrum vikum eftir bardagann í október hélt Þorgrímur til Tælands þar sem hann æfði Muay Thai. Þar naut hann tímans og gæti vel hugsað sér að búa í Tælandi til lengri tíma. „Tælendingar eru, upp til hópa, miklir fagmenn. Grjótharðir vinnuþjarkar sem hafa gaman af lífinu. Þeir borða góðan mat, keyra yfir á rauðu og elska að slást.“

Í Tælandi tók hann einn Muay Thai bardaga sem Þorgrímur sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. „Þetta var frábært. Kláraði gaur sem var búinn með 30+ bardaga. Virkilega sáttur með frammistöðuna og var heppinn að hafa góða vini og frábært þjálfarateymi með mér. Treysti 100% á þau og það borgaði sig. Ég fann það að ég á enn langt í land en er á réttri leið. Sá þvílíkar bætingar og hef bara verið með tunnel vision síðan ég kom heim.“

Nú er komið að næsta MMA bardaga hjá Þorgrími en þá mætir hann Jonny Brocklesby (6-4) en bardaginn leggst vel í Þorgrím. „Ég held að þetta sé sterkasti andstæðingur sem ég hef mætt hingað til. Hann er að koma niður um þyngdarflokk og er til í að brawla og fokkast upp við búrið.“

„Ég er búinn að bæta mig mikið síðan ég barðist síðast í MMA og hlakka til að blanda þessu öllu saman, sem ég er búinn að vera að vinna í. Ég er mikið búinn að vera að vinna í striking og wrestling síðan ég barðist síðast. Er svo auðvitað búinn að keppa í Muay Thai og boxi og mér líður mun betur standandi. Hugurinn er svo eins og bonzai tré, vex hægt og rólega og er í stöðugri mótun.“

Þó andstæðingur Þorgríms sé töluvert reynslumeiri er Þorgrímur hvergi banginn fyrir bardagann. „Ég mun þreyta Jonny eins og lax og klára svo í 3. lotu.“

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson berst sinn fyrsta atvinnubardaga sama kvöld en bardögunum verður streymt á Facebook síðu RVK MMA.

Tobbi

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular