Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞorgrímur með sigur eftir dómaraákvörðun

Þorgrímur með sigur eftir dómaraákvörðun

Þorgrímur Þórarinsson var rétt í þessu að vinna millivigtartitil Caged Steel bardagasamtakanna. Þorgrímur sigraði Matt Hogdson eftir dómaraákvörðun.

Þorgrímur Þórarinsson var fyrir bardagann veltivigtarmeistari Caged Steel en barðist í millivigt í fyrsta sinn í kvöld. Bardaginn var hreint út sagt ekki mikið fyrir augað. Bardaginn fór að mestu leyti fram upp við búrið þar sem Þorgrímur hélt andstæðingnum pikkföstum og reyndi að taka niður.

Hogdson gat lítið ógnað Þorgrími í bardaganum enda fastur upp við búrið allan tímann. Í 2. lotu náði Þorgrímur góðri fellu en Hogdson kom sér fljótlega aftur á fætur. Allar loturnar voru keimlíkar og var bardaginn kannski ekki sá skemmtilegasti fyrir áhorfendur. En Þorgrímur kom inn með góða leikáætlun og hélt sig við þá áætlun sem skilaði honum sigri.

Þorgrímur er þar með tvöfaldur meistari í Caged Steel bardagasamtökunum, veltivigtar- og millivigtarmeistari bardagasamtakanna. Virkilega vel af verki staðið hjá Þorgrími!

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular