Thursday, May 2, 2024
HomeForsíðaMyndband: Magnús 'Loki' með sigur eftir 65 sekúndur!

Myndband: Magnús ‘Loki’ með sigur eftir 65 sekúndur!

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson var rétt í þessu að klára bardaga sinn á Caged Steel bardagakvöldinu í Doncaster. Það tók Magnús aðeins 65 sekúndur að klára bardagann með glæsibrag.

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson mætti Percy Hess í sínum öðrum atvinnubardaga. Hess byrjaði bardagann á nokkrum háspörkum sem hittu ekki en hann skaut svo í fellu á Magnús. Magnús snéri stöðunni við og endaði ofan á og var fljótur að koma sér í „mount“ stöðu. Þar var hann með nokkra þunga olnboga og reyndi Hess eins og hann gat að komast úr stöðunni. Magnús greip þá í höndina og fór í armlás með þeim afleiðingum að Hess tappaði út.

Magnús var því sigurvegari með armlás eftir aðeins 1:05 í 1. lotu. Magnús er núna 2-0 sem atvinnumaður og er að byrja atvinnuferilinn einstaklega vel en fyrsta atvinnubardagann vann hann einnig með uppgjafartaki í 1. lotu.

Magnús var einn af fjórum Íslendingum sem keppti á kvöldinu en allir komu þeir frá RVK MMA. Uppskeran eftir kvöldið voru tveir sigrar og tvö töp.

Þorgrímur með sigur eftir dómaraákvörðun

Benedikt Gabríel tapaði eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu

Aron Kevinsson tapaði eftir dómaraákvörðun

Hægt var að horfa á bardagana í gegnum streymi Caged Steel en það streymi reyndist vera handónýtt á köflum. RVK MMA setti því bardagann hjá Magnúsi á Facebook Live og er hægt að sjá hann hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular