spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrenn silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í boxi

Þrenn silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í boxi

Þrír Íslendingar kepptu á Norðurlandamótinu í boxi um helgina. Mótið fór fram í Finnlandi og kemur hópurinn heim með þrenn silfurverðlaun.

Það voru þau Kristín Sif Björgvinsdóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, Jafet Örn Þorsteinsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs og Emin Kadri einnig úr Hnefaleikafélagi Kópavogs sem kepptu á mótinu fyrir hönd Íslands í ár.

Kristín Sif sigraði í gær Lille Ahlstedt frá Finnlandi og komst því í úrslit. Í dag tapaði hún fyrir Love Holgersson eftir dómaraákvörðun og tekur Kristín því silfrið. Kristín tapaði einnig fyrir henni í fyrra á sama móti í úrslitum og er þetta því í annað sinn sem hún tekur silfur á Norðurlandamótinu.

Emin Kadri keppti í gær við Makela Aksa frá Finnlandi en hann er ríkjandi Finnlandsmeistari. Emin keppti í junior flokki en hann sigraði Makela í gær eftir dómaraákvörðun. Í dag keppti hann svo við Jacob Bank frá Danmörku í úrslitum þar sem hann mátti sætta sig við tap eftir dómaraákvörðun.

Jafet Örn sat hjá í gær og fór því beint í úrslit þar sem hann mætti Muhammad Abdilrasoon frá Finnlandi í dag. Jafet tapaði eftir dómaraákvörðun og fékk því þriðja silfrið mótinu í ár.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular