spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrenn verðlaun á Grappling Industries í Amsterdam

Þrenn verðlaun á Grappling Industries í Amsterdam

Þrír Íslendingar kepptu á Grappling Industries mótinu í Amsterdam um helgina. Afrakstur helgarinnar eru þrenn verðlaun.

Þeir Þórhallur Ragnarsson, Bjarki Jóhannsson og Sigmar Andri kepptu á mótinu fyrir hönd Mjölnis. Þórhallur Ragnarsson keppti í -95 kg flokki brúnbeltinga masters (30-35 ára) þar sem hann tók brons í gi og silfur í nogi (án galla) eftir þrjár glímur í hvorum flokki.

Bjarki Jóhannsson keppti í -68 kg flokki fjólublábeltinga þar sem hann tók brons í gi en gat ekki keppt í nogi vegna meiðsla. Sigmar Andri keppti í -84 kg flokki blábeltinga en komst ekki á pall eftir hörku glímur. Á Grappling Industries mótunum keppa allir við alla í flokkunum (round robin) og því fá allir nóg af glímum.

Bjarki, Þórhallur og Sigmar.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular