Þriðjudagsglíman að þessu sinni er ein eftirminnilegasta glíman út Metamoris 2. Fyrir þá sem ekki vita er Metamoris sérstök jiu jitsu glímukeppni sem byggist upp á því sem kalla mætti ofurbardaga. Það er ekkert mót í gangi og allt er gert til að glíman sé sem mest fyrir augað. Það eru engin stig og enginn dómari. Hér á ferðinni er Shinya Aoki frá Japan sem er fyrst og fremst þekktur í MMA en hann er frægur fyrir eitt besta “rubber guard” í bransanum. Hann er með svart belti í jiu jitsu og júdó. Andstæðingur hans er hinn brasilíski Kron Gracie sem er sonur hins goðsagnakennda Rickson Gracie. Gracie er einnig með svart belti í BJJ og júdó og er einn efnilegasti ungi glímukappinn í heiminum í dag (hann er 26 ára). Njótið vel!