UFC hélt sérstakan blaðamannafund í gær til að kynna það sem framundan er í sumar. Það var lítið um kærleik á sviðinu í gær og voru nánast allir að rífast og kýtast.
Það er mikið framundan í sumar hjá UFC og voru mörg stór nöfn á sviðinu í Dallas í gær. Daniel Cormier og Jon Jones settu tóninn strax og byrjuðu að þræta.
Michael Johnson og Justin Gaethje mætast í aðalbardaganum á TUF Finale þann 7. júlí. Johnson byrjaði að drulla yfir Gaethje en sumt af því sem fór fram á milli þeirra var hálf vandræðalegt.
I do all my fighting on land, player.
This is so bad.
— Seán Sheehan (@SeanSheehanBA) May 12, 2017
“I eat my shit whole.” – Michael Johnson
— Seán Sheehan (@SeanSheehanBA) May 12, 2017
Amanda Nunes og Valentina Shevchenko byrjuðu sömuleiðis í orðaskiptum en þær mætast um bantamvigtartitil kvenna á UFC 213 þann 8. júlí. Enska er ekki móðurmál þeirra og var rifrildi þeirra hálf kjánalegt þar sem erfitt var að átta sig á um hvað þær voru að rífast.
Michael Chiesa og Kevin Lee mætast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Oklahoma þann 25. júní. „Ég vona bara að hann mæti því mamma hans keypti miða,“ sagði Kevin Lee og trompaðist Michael Chiesa við það og hljóp að Lee. Lee náði að kýla Chiesa áður en öryggisverðir stigu á milli. Þetta hefur sennilega tvöfaldað áhugann á bardaganum.
Chris Weidman mætir Kelvin Gastelum í júlí og voru þeir afskaplega vinalegir í garðs hvors annar sem var gaman að sjá eftir öll lætin í kringum þá. Það sama má segja um þær Karolinu Kowalkiewicz, Claudiu Gadelha, Joanne Calderwood og Cynthia Calvillo.
Dan Hardy hitti naglann á höfuðið með ummælum sínum um blaðamannafundinn:
A lot of the kids on that stage were trying way too hard.
— Dan Hardy (@danhardymma) May 12, 2017
Öll þessi rifrildu virtust hálf kjánaleg og hreinn tilbúningur bara til að vekja athygli á bardögunum. Ósættið milli flestra virkaði þvingað og óraunverulegt nema hjá þeim Daniel Cormier og Jon Jones.
„Ég sit hér og horfi á Jones en mun hann vera í Anaheim [á UFC 214]?“ spurði Cormier. „Er hann að fara að berjast? Er hann að fara að klúðra þessu aftur með því að nota stera eða sniffa kók eða sandblása vændiskonur (e. sandblasting)? Hvað mun hann gera til að klúðra þessu í þetta sinn?“
„Vændiskonur? Ég vann þig eftir kókaín helgi,“ skaut Jones til baka. Eftir bardaga þeirra á UFC 182 í janúar 2015 fannst kókaín í lyfjaprófi Jones en lyfjaprófið var tekið þremur vikum fyrir bardagann.
Þetta er í fimmta sinn sem UFC setur bardaga þeirra saman en aðeins einu sinni hafa þeir náð að berjast. Við vonum að báðir haldist heilir (og utan vandræða) fram að bardaganum svo við getum loksins fengið að sjá seinni bardaga þeirra. Bardaginn mun vera aðalbardaginn á UFC 214 þann 29. júlí.