Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaMjölnir Open 12 fer fram í dag

Mjölnir Open 12 fer fram í dag

Eitt stærsta glímumót ársins, Mjölnir Open, fer fram um helgina. Í dag verður keppt í fullorðinsflokkum en unglingaflokkarnir fara fram á morgun, sunnudag.

Fullorðinsmótið hefst kl 11 í dag en keppt er í nogi uppgjafarglímu (án galla). Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Um 70 keppendur eru skráðir á mótið.

Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 500 kr. og stendur mótið fram eftir degi í húsnæði Mjölnis í Öskjuhlíðinni.

Á sunnudaginn er svo Mjölnir Open ungmenna en þar er einnig keppt í uppgjafarglímu án galla. Þar er keppt í fimm aldursflokkum: 2000-2001, 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007 og 2008-2009. Mótið hefst kl 10:30 og stendur fram eftir degi en aðgangseyrir er ókeypis.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á vef Mjölnis hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular