spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTil minningar um B.J. Penn

Til minningar um B.J. Penn

Hinn goðsagnarkenndi B.J. Penn barðist sennilega sinn síðasta bardaga á ferlinum síðastliðið sunnudagskvöld á TUF 19 Finale. Þar mætti hann Frankie Edgar sem sigrðai hann örugglega eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

Það var sorglegt að horfa á B.J. Penn berjast í síðasta skipti núna um helgina. Það var ekki auðveldara að horfa á blaðamannafundinn í kjölfarið þar sem Penn brotnaði niður í miðri setningu. Það er erfitt að útskýra fyrir þeim sem eru aðeins nýlega farnir að fylgjast með MMA hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir uppbyggingu UFC og MMA almennt. Arfleifð hans er fyrir löngu orðin örugg sem meistari í tveimur þyngdarflokkum en það er ekki það eina sem gerði hann sérstakan.

BJPenn

Penn er þekktur fyrir að vera svolítið klikkaður. Tæknilega frábær en gjörsamlega óttalaus og til í bókstaflega hvað sem er. Það sannaði hann t.d. með því að berjast við Lyoto Machida í þungavigt og George St. Pierre í tvígang í veltivigt.  Það var í léttvigt þar sem hann naut sín best en hugsanlega hefði hans besti þyngdarflokkur verið í fjaðurvigt ef sá þyngdarflokkur hefði verið til staðar þegar hann var upp á sitt besta.

Fyrir dygga aðdáendur er nánast eins og náinn ástvinur hafi dáið en líkt og dauðinn sjálfur er endalok ferils íþróttamannsins óumflýjanlegur hlutur. Það sigrar enginn elli kellu eins og lá í augum uppi þegar Penn reyndi sitt besta gegn Frankie Edgar um helgina en líkaminn einfaldlega brást ekki við. Í stað þess að hugsa um endalokin skulum við minnast B.J. Penn fyrir hans bestu bardaga, skapið, hjartað og viljann. Af því tilefni verður föstudagstopplistinn þessa vikuna helgaður bestu bardögum BJ Penn.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular