Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeForsíðaUFC 176 fellur niður!

UFC 176 fellur niður!

ufc176Nýlega bárust þær fréttir að Jose Aldo væri meiddur og gæti ekki barist gegn Chad Mendes á UFC 176. Af þeim sökum var bardagakvöldið án aðalbardaga og ákvað UFC að hætta við bardagakvöldið.

Vegna meiðsla sem Jose Aldo varð fyrir á æfingu var bardagi þeirra Aldo og Chad Mendes aflýst og tekinn af UFC 176 kvöldinu. Í ljósi þess að skortur er á þekktum nöfnum til að fylla bardagakvöldið hafa UFC samtökin ákveðið að aflýsa öllu kvöldinu. Telja má að ástæðan á bakvið þetta sé vegna áhyggja stjórnanda samtakanna um að sala á PPV (pay per view) myndi verða of lág og ekki þess virði peningalega séð að halda kvöldið.

Líklegt er að bardagi Jose Aldo og Chad Mendes fari fram í Brasilíu þann 25. október í Rio de Janeiro. Þetta er í annað sinn sem þeir mætast en Aldo sigraði fyrri bardaga þeirra með rothöggi á síðustu sekúndunni í fyrstu lotu.

Mendes ætti nú að hafa nægan tíma til að vinna í að bæta sig og hver veit nema hann geti fylgt í fótspor æfingarfélaga síns honum T.J Dillashaw í Alpha Male og tekið beltið af Jose Aldo. Dillashaw sigraði eimitt æfingarfélaga Jose Aldos sem var enginn annar en Renan Barao.

UFC hefur aðeins einu sinni áður þurft að hætta við heillt kvöld en það var á UFC 151 þegar Jones átti að keppa á móti Henderson. Ólíkt bardaga Aldo og Mendes sem nú þegar er verið að endurskipuleggja fyrir annað kvöld þá varð aldrei neitt úr bardaga Jones og Henderson. Chael Sonnen bauðst til að taka bardagann með stuttum fyrirvara en Jones neitaði að keppa við Sonnen og varð því að aflýsa kvöldinu. Sonnen gagnrýndi Jones töluvert í kjölfarið og sagði að Jones væri hræddur við sig. Eins og flestir muna þá endaði Jones að lokum að keppa við Sonnen og var fljótur að útlkjúa þá deilu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular