Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum þegar Conor McGregor tilkynnti á Twitter að hann væri hættur í MMA.
Tilkynningin hefur fengið gríðarlega athygli enda sannarlega óvænt. Um fátt annað var talað á öllum helstu MMA fréttasíðunum og í stóru íþróttamiðlunum.
I have decided to retire young.
Thanks for the cheese.
Catch ya’s later.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 19, 2016
Tístið hans hefur fengið 150.000 endurtíst á tæpum sólarhringi. Til samanburðar fékk tilkynning körfuboltamannsins Kobe Bryant 130.000 endurtíst á Twitter þegar hann sagðist vera hættur. Sú færsla var mest endurtístaða (e. most retweeted) færsla íþróttamanns á Twitter í fyrra.
Kobe’s retirement poem, at 130K RT’s was the most RT’d athlete tweet of 2015. McGregor’s tweet has now passed that https://t.co/H27SxkKNoK
— Darren Rovell (@darrenrovell) April 20, 2016
Vissulega var tilkynning Kobe Bryant ekki eins óvænt og tilkynning Conor McGregor en engu að síður skemmtileg staðreynd. Við þetta má bæta að Bryant bætti metið sitt síðan í fyrra á dögunum eftir hans síðasta leik þegar Twitter-færsla hans fékk um 207.000 endurtíst.
Á meðan á öllu þessu stendur er Conor McGregor alsæll á Íslandi að æfa með Keppnisliði Mjölnis.